Kirkjuritið - 01.04.1942, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.04.1942, Blaðsíða 20
122 S. K.: Till. um nýtt Flateyjarpr.kall. Apríl. fólksfjölgunar miklir í Flatey, svo að söfnuðurinn myndi brátt aukast og það einmitt á þeim staðnum, sem yrði miðstöð þessa fyrirhugaða prestakalls. Ég vil benda forráðamönnum kirkju og þjóðar á það, að með þessu fyrirkomulagi yrði ríkissjóði engir baggar bundnir með aukin fjárútlát, þar sem við myndun þessa prestakalls er annað prestakall lagt niður um leið. I Flatey á Skjálfanda er engin kirkja nú, en einmitt nú í ár befir vaknað sterk hrevfing í evnni fyrir því að reisa þar kirkju, og eru þegar bafin þar samskot til efl- ingar því máli, enda liafa liæði eldri og yngri heitið því máli stuðningi sínum. Munu bugir Flateyinga stefna að því, að kirkjan verði reist þar 1946, eru þá liðin 50 ár siðan kirkjan var færð þaðan að Brettingsstöðum, en bún mun hafa staðið í Flatey svo öldum skiftir. En hugir Flateyinga stefna bæi'ra en þetta. Þeir vilja fá prest í Flatey, því að þeim finst það lítill ávinningur að eiga kirkju, sem svo sjaldan yrði notuð til guðsþjóuustu, en sú yrði reyndin, ef sama ásigkomulag á að ríkja í fram- tíðinni sem undanfarið um safnaðar- og kirkjumál þeirra. Ég veit af persónulegri kynningu, að núverandi biskup yfir Islandi er mjög ant um þá stofnun, sem bann er for- stöðumaður fyrir nú. Ég vildi þvi leita stuðnings lians í þessu máli að leiða það til farsælla lykta, því að ég veit, að hann skilur það, að hinir afskektustu eiga engu síður rétt á því, að um þá sé sint en hinir, sem í þéttbýlinu búa, enda verður eiltbvað fyrir þá menn að gera, sem leggja sinn fullkonma skerf í þjóðarbúið, þegar miðað er við jafnan fjölda. Það er ekkert réttlæti í þvi, að þeir séu ætíð útundan, þegar um framfarir og beill þjóðar- innar er að ræða. Sig. Kristjánsson, Hálsi. Kirkjukór í Borgarnesi var stofnaður í marzmánuði að tilhlutun söngmálastjóra. Nýr biskupsskrifari. Séia Sveinn Víkingur Grímsson á SeyðisfirSi hefir verið ráS- inn skrifari í skrifstofu biskups frá 1. júní ]). á.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.