Kirkjuritið - 01.04.1942, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.04.1942, Blaðsíða 7
Kirkjuritið. Kraftaverk trúarinnar. 109 heiftarlega á kirkjuna, en trúar- og tilbeiðsluþrá fólksins sveigð, og henni síðan þröngvað til þess að verða að for- lr*gjadýrkun og blindri trú á hugsjón valdsins og yfirdrotn- UQarinnar. í þessu er styrkur einræðisþjóðanna fólginn ekki sízt, og það vita foringjarnir vel. Það eru eftirtektarverð orð, sem höfð eru eftir hinum Þýzka einvaldi. Hann segir: „Lýðræðisþjóðirnar eiga eng- ar hugsjónir. Þessvegna eru þær dæmdar. Og það eru ekki v°pnin fyrst og fremst, heldur mennirnir, sem beita þeim, Seni úrslitunum ráða“. Liggur ekki geigvænlegur sann- ^ikur á bak við þessi öfgafullu orð? Liggur ekki hinn aagilegi styrkur þýzku þjóðarinnar nú fyrst og fremst í Þvi, að hún trúir, trúir i blindni á foringja sinn og á valda- kugsjónina? Og mundu ekki hin skæðu hervopn, sem þessi afvegaleidda trú hefir undanfarin ár lijálpað til að skapa nieð leifturhraða — mundu þau ekki verða sljó í höndum Þjóðarinnar, ef trúin á foringjann og á ofbeldið skvndi- Iega brysti ? En ef það er rétt, að styrkur einræðisþjóðanna liggi ekki sízt í afvegaleiddri trú fólksins á foringjann og valda- (Eauma hans, þá hygg ég, að einnig megi til sanns vegar Esra, að veilur og veiklun lýðræðisþjóðanna, sem þessir S(ðustu og verstu tímar hafa leitt skýrara í Ijós, stafi að ekki litlu leyti af tómlæti þeirra um trúarlegt uppeldi fólksins, og skorti þeirra á stórri sameiginlegri hugsjón ól þess að trúa á, elska og fvlkjast um. Ilinn hvarflandi lýður, hundeltur og sundraður af gráðugum atkvæðasmöl- Ll,n stjórnmálaspekúlantanna, eygir ekkert eitt fjarlægt, ^agurt og heillandi sameiginlegt takmark, og ljær þess- Vegna einu fvlgi sitt í dag, og öðru á morgun. Vér, sem treystum á kosti og yfirburði lýðræðisskipu- 'agsins, höfum varla enn gjört oss það nægilega ljóst, að lýðræðið er ekkert lokatakmark í sjálfu sér, heldur er lýðræðið tæki eða leið til þess, að þjóðirnar nálgist af frjálsum og fúsum vilja og vitandi vits hin æðstu og' feg- nrstu takmörk mannlegs þroska og fullkomnunar. Fram-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.