Kirkjuritið - 01.04.1942, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.04.1942, Blaðsíða 22
124 E. Th.: Séra Sveinn Guðmundsson. Apríl. Árnesprestakall í Trékyllisvík. Þjónaði hann því presta- kalli til ársins 1937, er hann sótti um lausn frá embætti vegna heilsubrests. Séra Sveinn kvæntist 17. sept. 1892 Ingibjörgu Jónas- dóttur, prests Guðmundssonar frá Staðarhrauni, og var hjónaband þeirra hið farsælasta. Varð þeim 9 harna auð- ið, og eru 7 þeirra á lifi, öll hin mannvænlegustu, þar á meðal hinir þjóðkunnu læknar Jónas og Kristján. Auk barna sinna ólu þau upp 4 fósturbörn. Þessi eru þá í fám orðum hin helztu æfiatriði þessa merkismanns, sem var hið mesta prúðmenni, er ávann sér velvild. og vináttu sóknarharna sinna og annara, er kynni höfðu af honum. Merkur maður, sem var nákunnugur séra Sveini, hefir minst lians á þessa lund og le}Tfi ég mér að tilfæra hér orðrétt ummæli lians: „Séra Sveinn var maður hár vexti, virðulegur í allri framgöngu, yfirlætislaus og' hið mesta ljúfmenni. Hann var sérstaklega ástsæll af sóknarbörnum sinum. Heimili prestshjónanna i Árnesi var orðlagt fyrir gestiásni og stóð öllum opið. Vildi séra Sveinn livers manns vandræði levsa og ölhun lieilt ráða. Hann var hinn skemtilegasti í viðræðum við gesti sína, gamansamur, margfróður og athugull. Hann þótti hinn hezti kennimaður og lét sér mjög ant um fræðslu barna og unglinga. Lagði liann mikla rækt við að búa hörn undir fermingu. Ilann tók oft unglinga á heimili sitt til kenslu, og örvaði þá, sem honum þótti til þess fallnir, til frekara náms. Hann var sérstaklega góður kennari og ki-afðist vandvirkni og ná- kvæmni, og hjTgg ég, að allir þeir, sem urðu kenslu hans aðnjótandi, muni æfilangt húa að þeim grundvelli, seni hann lagði á þann veg að þroska þeirra.“ Séra Sveinn var áhugasamur félagi í hópi emeritpresta í Reykjavík, og er hann tók til máls á fundum, flutti hann snjallar ræður. Á heimili þeirra hjóna ríkti alúð og hlýja. Var þar gott gestum að koma. Einar Thorlacius.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.