Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 5
Kirkjuritið. Við borð raeistarans. 83 heimsins“, — og í kvöld er myrkrið svo mikið og liatrið svo magnað í Jerúsalem, hinni heilögu horg. Þarna er Filippus, samhorgari þeirra Símonar og Andrésar. Það var hann, sem einu sinni sagði við Jesú: „Sýn þú oss föðurinn." Hann vildi fá að sjá Guð. Hann vildi lifa liið ósegjanlega, sigrast á öllum mannlegum veikleika og standa andspænis hinni æðstu fullkomn- un óhjúpaðri. Þarna eru þeir Bartholomeus, Júdas Jakohsson, Jakoh Alfeusson og Símon, sem nefndur er vandlætari. Þarna er Jakob Zebedeusson, einn af fiskimönnunum frá vatninu og einn þeirra þriggja, sem meistaranum eru allra handgengastir og eru á sérstakan hátt innvígð- ir í leyndardóma dýrðar hans. Hann sá, hvernig dýrð æðri veraldar skein af andliti frelsarans á fjallinu, þar sem eilífðin opnaði þeim Jilið sin og framliðnir spá- spámenn þjóðarinnar birtust þeim. I3arna er einnig lærisveinninn, sem alltaf krefst skýr- ingar á undrinu. Maðurinn, sem alltaf spyr: Hvernig og hversvegna? I kvöld, þegar Jesús talar við þá um dauða sinn og segir við þá: „Veginn þangað, sem ég fer, þekkið þér“, þá svaraði þessi lærisveinn: „Herra, vér vitum ekki, hvert þú fer, hvernig skyldum vér þá þekkja veginn?“ Hann hafði ekki séð inn i annan lieim. Hann vildi fá að sjá þangað. Það er Tómas, rannsóknarandinn. En þegar hann hefir sannfærzt, er enginn einlægari en hann. Við hlið Jesú sjálfs situr ungur maður og liallar höfð- inu að öxl lians. Hann er ólíkur félaga sínum, Tómasi. Hann er draumamaðurinn í lærisveinahópnum, vinur iiins dularfulla og ókunna. Hann er skáldið meðal læri- sveinanna og liann skynjar heiminn á sinn sérstaka liátt, og liann skynjar líf meistarans með öðrum hætti en hinir. Hann hefir séð ljósið frá Guði kvíslast um al- lieimsins myrkur. Hann liefir séð orðið, hið eilífa og máttuga, stíga niður af liimni, til þess að klæðast mann-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.