Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 26
104 Björn Magnússon : Marz. kennd lians með mönnum, sem liann hafði orðið einn af, var svo næm, að allar syndir þeirra gerði hann að sínnm. Hann tók þær á sig — ekki í orði kveðnu, eins og mönnum Jiættir við að sldlja þetta gamla og misnotaða orðalag — lieldur þannig, að hann fann tii þeirra eins og þær væru lians eigin, þjáðist fyrir þær, fann sig yfirgef- inn af Guði vegna þeirra. Enginn einstaklingur stendur alg'jörlega einangraður í mannfélagslieildinni. Hann er bundinn ói’júfanlegum höndum við fortíð sína og' samlíð, og l'rá honum liggja tengsl til ókominna kynslóða. Hann tekur því hlut i arfi fyrri kynslóða, jafnl i því, sem þær Iiafa gott sem illt i fari sínu. Og i sameiginlegum ávirðingum samtíðarinn- ar á liver maður hlut, svo að enginn getur skotið sér með öllu undan ábyrgð þess ástands, sem á hverjum líma rík- ir með samtið lians. Jesús skaut sér lieldur ekki undan þeirri ábyrgð. Hann hafði gert málstað mannanna að sínum málstað. Enginn fann eins vel og liann, hve sá málstaður var slæmur. Þegar hann gekk í ábyrgð fyrir málstað mannanna, tók hann á sig þá þyngstu raun, sem nokkur hefir nokkru sinni gengizt undir. Það var þján- ingin fyrir vanþroska og rangsnúinn vilja bræðranna, sem lagðist á liann á krossinum. Þá fannst honum, að Guð liefði yfirgefið sig. Þetta voru þyngstu píslirnar, sem Jesús leið í lcrossdauða sínum. Og til þess að gera sér enn betur ljóst, hversu þung sú þjáning var, sem Jesús bar vegna mannanna, verða menn að minnast þess, að sjálfur var bann algjörlega saldaus af þeim slæma málstað, sem hann hafði gerl að sínum sem sannur maður. Fyrir það, að hann var ekki sjálfúr seldur undir syndina, hlaut það að standa óafmáanlega ljóst fyrir sjónum hans, hversu miklar voru syndir mannanna, og þungi þeirra hlaut að leggjast þeim mun þyngra á liann, sem hann vissi betur, hve fjarri þeir voru þvi fullkomnunartakmarki, er þeir voru skapaðir til að ná. Þegar liann, hinn syndlausi og hreini, kafaði nið-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.