Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 28
106
Björn Magnússon:
Marz.
niest aí' öllu, það er sú hamingja, sem við liöfum flesl
sótzt eftir. Sá guð, sem við liöfum dýrkað. Það er eng-
in furða, þótt liann liafi brugðizt. Þetta eru falsguðir. Sá,
sem setur alla von sína til þessa lífs og unaðssemdra þess,
finnur fyrr eða síðar, að liann liefir treyst blekkingu.
Guð hans hefir yfirgefið hann áður en varir.
Og þá verður okkur sumum að spyrja: Hvar er Guð?
Hví lætur hann óréttinn viðgangast? Þegar falsguðirnir
reynast blekking, förum við að spyrja að Guði. Hví h’ef-
ir þú yfirgefið mig?
Jesús gat spurt. Hann hafði aldrei dýrkað falsguðina.
En þegar við spyrjum, eftir að vera húin að elta falsguð-
ina úl i ófæru — þá er hæpið um rétt okkar lil að spyrja.
Minnumst þess, sem áður var sagt um samábyrgðina á
ávirðingum mannkynsins. Þegar stórþjóðirnar vekja ó-
frið og æða út í forboðna óhæfu, þá erum við ekki án
sakar. Sama girndin, sem hrindir þeim af stað, býr einn-
ig okkur í brjósti. Sama eftirsóknin hirtist í lífsharáttu
okkar, þótt í smærri stil sé, af því að okkur skortir magn
til að láta jafnmikið til okkar aka. Yið eigum okkar hlut-
deild í synd heimsins. Einnig okkar skerfur hefir lagzt á
Jesú i kvöl hans. Vegna okkar spurði hann í angist: „Hví
hefir þú yfirgefið mig?“ En okkar réttur til að spyrja
er úr sögunni.
Því að spurningin snýst við og beinist að okkur sjálfum:
IIví hefir þú yfirgefið mig? Það er Guð, sem spyr okkur,
Guð spyr þig: Hví hefir þú yfirgefið mig?
Sökin er okkar megin. Við höfum yfirgefið Guð — og
elt falsguði. Við megum ekki vera svo einföld að halda,
að þegar kristni var lögtekin á íslandi, hafi öll lijáguða-
dýrkun lagzt niður. Það er vitað, að það var leyft að blóta
á laun, Launblótin lialdast enn við, leynileg aðeins í þvi,
að fæstir átta sig á, að um hlót sé að ræða. Menn dýrka
sjálfa sig, leita eigin vegsemdar, þæginda og auðs og
halda, að þeir séu kristnir, ef þeir hafa verið fermdir og
samsinna trúarjátningunni. Og aðrir halda svo, að með