Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 36
114
Halldór Hallgrímsson:
Marz.
sem: Kirkjudagsnefnd, hlutaveltunefnd, fjársöfnunarnefnd, dags-
verkánefnd, happdrœttisnefnd og skemmtinefnd. Allar þessar
nefndir eiga að starfa að framgangi kirkjubyggingarmálsins, og
hafa sumar sýnt lofsverðan áhuga á málinu. Kirkjudagur var
fyrst ákveðinn árið 1941, og var 1. sunnudagur í aðventu val-
inn, og skal svo vera ár hvert. Þá fer fram fjársöfnun eftir
messu, en messað er i barnaskólahúsinu, við mjög léleg skil-
yrði. Þá eru einnig seld merki dagsins þann dag. Minningar-
sjóðir hafa verið stofnaðir, t. d. Minningarsjóður Ragnlntdar
Jónsdóttur frá Ferjubakka, dáinnar 26. júlí 1943, að uppliæð kr.
2000.00 og skal vcrja þvi fé til að kaupa skírnarfont í kirkjuna.
Minningarsjóður Magnúsar Halldórssonar járnsmiðs i Reykja-
vik, dáinn 8. april 1942, og er hann nú kr. 850.13 að upphæð.
A þessu ári liafa kirkjusjóðnum áskotnast allríflegar gjafir, og
liafa ýmsir mætir menn og konur hér sýnt hug sinn til málsins.
Áhfeit og gjafir liafa sjóðnum borizt, og var byrjað að safna á
þann hátt 12. desember 1941 með kr. 12.50. Sá sjóður er nú
kominn upp í kr. 1448.57, og sýnir þessi upphæð, að gott muni
vera að lieita á Borgarneskirkju, og trúað gæti ég', að með tíð
og tíma verði hún Strandarkirkja nr. 2, en vel að merkja: Öll
áheit verða að vera gerð í góðu augnamiði, því að annars verð-
ur hún ekki við. Gjöfum og áheitum má koma til undirritaðs
hvenær ársins sem er. Þegar þessar línur eru ritaðar, er eign
kirkjusjóðsins í reiðufé kr. 42.891.93. og má það kallast gott á
ekki lengri tíma en síðan byrjað var að safna, aðeins rúm 16
ár, þvi að að meðaltali er árlega safnað kr. 2.680.75, og eru þá
vextir vitanlega reiknaðir með. Þetta er hin fjárhagslega hlið
málsins, en ekkert er liægt að framkvæma, nema fé sé fyrír
hendi, og þrátt fyrir að þetta er álitleg upphæð, þá nær liún
skammt til að koma kirkjuhúsinu upp, með öllu tilheyrandi.
Hinni verklegu hlið tekur skemmri tíma að lýsa. Eins og fyr
getur, starfar kirkjubyggingarnefnd að framkvæmdum öllum.
Hana skipa 7 menn. Hún hefir ráðið Halldór H. Jónsson liúsa-
meistara til að gera endanlegan uppdrátt af kirkjunni, og hefir
nefndin samþykkt teikningu af grunni hennar. Staður hefur
kirkjunni verið valinn á fögrum og áberandi stað í þorpinu, þar
sem hún blasir við hinni fögru sveit, sem umlykur Borgarnes.
Lýsingu á kirkjunni læt ég þeim eftir, sem skrifa um hana eftir
vígslu liennar, sem vonandi verður ekki langt að bíða. Ýmsa
muni hefur kirkjan nú þegar eignazt og á von á öðrum. Altaris-
töflu og hljóðfæri gefa Thor Jensen og kona hans. Einnig hefir
kirkjan eignast fé fyrir skirnarfonti, eins og áður um getur. Þá
hefir henni verið gefið Testamenti Odds Gottskálkssonar, Helgi-