Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 9
Kirkjuritið. Séra Jóhann Þorkelsson fyrv. dómkirkjuprestur. Þegar fregnin uin andlát séra Jóhanns Þorkelssonar barst, muilu margir hafa fagnaö því, að þessi gamli lieiðursmaður væri búinn að fá hvíld. Hann var um marga bluti einn af merkustu mönnum samtíðar sinnar. Prestsþjónustan var honum heilagt og Iiáleitt starf, og hann gegndi því með fullkominni alúð, meðan kraftar lians entust. í daglegu lífi var hann Iiógvær og lítillátur, og' kyrrlát gleði ríkti í huga hans. Hann var gamansamur og' lmittinn, og eru mörg spaugsyrði hans Reykvíkinguni kunn. Hann gat með örfáum orðum vakið athygli á of- látungsskap og hræsni manna og' öðrum ódyggðum, og gerði það á svo prúðmannlegan hátt, að enginn gat fyrzl við. Með góðmannlegu brosi og einhverri athugasemd almenns eðlis gat hann varpað Ijósi á mannlega Jjresti og veikleika, er menn annars tóku e. t. v. ekki eftir. En merkastur mun séra Jóhann ætíð verða talinn vegna sinnar bjargföstu kristilegu trúar. Það hefir verið sagt um hann, að hann liafi verið mestur trúmaður á Islandi á sínum tíma. Hann lifði og starfaði í trú á handleiðslu Guðs í öllu lífi manna, í stóru sem smáu. Hann gat því tekið öllum raunum og sorgum þessa lífs, -— og af þeirn fór hann ekki varhluta, — með kristilegri ró og gleði. Hann var sannfærður um, að allt, sem kom fyrir í lífinu, væri æðri ráðstöfun og ldyti því ætíð að verða til góðs, einnig þegar stórfeld slys eða annað har að höndum. Hann lifði glaður í Guði og með Guði. Hann leitaði dag'- lega ]>essa samfélags með lestri guðrækilegra rita og' i bæn. Hann styrkti daglega kristilegt hugarfar sitt á lík- an hátt og íþróttamaður þjálfar sjálfan sig'. Ég' minnist

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.