Kirkjuritið - 01.03.1944, Side 15

Kirkjuritið - 01.03.1944, Side 15
Kirkjuritið. Séra Jóhann Þorkelsson. 93 vera með Kristi, því að það væri mikln betra“. (Fil. 1. 23.). En þessi er einmitt minningin og' hin skýra mynd, sem geymist um þennan mann: Hann var með Kristi. Trú sinni á Jesúm Krist gat hann lýst með þessum orðum: Mitt líf er sjálfur hann. Játningin og lofgjörðin. Hvorttveggja var séra Jóhanni eðlilegt. Oft hefir hann komið inn í þetta kirkjuhús, og í lijarta lians hafa búið þessi heilögu orð: „Gangið inn um hlið Drottins með þakkargjörð, í forgarða hans með lofsöng“. (Sálm. 100.). Oft hafa varir lians mælt þau orð, sem heima áttu í hjartanu: „Lofa þú Drottin, sála mín, og allt, sem i mér er, hans h&ilaga nafn“. (Sálm. 103. 1.). Margar prédikanir hefir séra Jóhann flutt í þessum söfnuði. Á undan guðspjallslestri liafði hann ávallt yfir þessi orð: „Lofið Drottin allar þjóðir, vegsami hann allir lýðir, því að náð hans og trúfesti er staðföst yfir oss eilíflega. Hallelúja“. (Sálm. 117). Þetta voru tónarnir frá liinu himneska, eilifa lof- sönglagi. Þetta lag' kunni séra Jóhann svo vel, að hann fór aldrei út af laginu. Hér var lofsyngjandi prestur. Þegar ég hugsa um séra Jóliann, sameinast minningin um hann mörgum orðum Heilagrar ritningar. Hvert heilagt orð á eftir öðru kemur í huga minn, og ég segi: Hér er myndin af séra Jóhanni. Ég er að lesa í Biblíunni, og ég horfi á þessi orð: „Eins hefi ég beðið Drottin, það eitt þrái ég, að ég fái að öveljast í liúsi Drottins alla æfidaga mína, til þess að fá að skoða yndisleik Drottins, sökkva mér niður í kugleiðingar í musteri hans“. (Sálm. 27. 4.). Þessi hugleiðing fylgdi séra Jóhanni fram að síðustu stund, hugleiðing um náð Guðs og trúfesti. Oft vitnaði liann í þessi orð: „Vér vitum, að þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs“. Hann sagði: En hve mér þvk-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.