Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 25
Kirkjuritið. Lama sabaktaní. Lama sabaktani! Hví hefir þú yfirgefið mig? Er ekki sem við heyrum þetta hróp í dag stíga upp frá þjökuðu mannkyni? Eru ekki margir, sem spyrja: Hvar er Guð, að hann skuli leyfa það, sem fram fer í mannheimum? Hefir liann slegið liendi sinni af mönnunum, eða liefir ])að aldrei verið nema ímyndun ein, að liann liafi leitt það við hönd sér, hærra til sín? Á liinni voðalegu stund, þegar Jesús hékk á krossinum og heið dauða síns, en myrkrið grúfði kolsvart yfir landinu, þegar kvalirnar bitu liann og farg mannlegr- ar syndin lagðist á hann með öllum sínum ógurlega þunga, svo að hann fann eins og alla sekt mannlegrar grimmdar og guðleysis hvíla á sér, þá fannst honum í svip, sem hann væri yfirgefinn af Guði. Menn geta gert sér i hugarlund, hversu voðaleg' sú stund var. Hann, sem hafði lifað svo innilegu samlífi við föðurinn, að Iiann gal sagt: „Ég og faðirinn erum eitt“, hann fann sig nú sviptan þeirri himnesku nálægð, sem hafði verið honum allt, matur og diykkur, unun og styrkur, si- streýinandi uppspretta vísdóms jafnt sem kærleiks- máttar. Hann fann sig nú einan, vfirgefinn. Nú stóð hann sem maðurinn gagnvart Guði, sem einn í hóp hinna sköpuðu gagnvart skaparanum, sem einn einstaklingur þeirrar tegundar, sem átti að gjakla Guði reikningsskap verka sinna. Hann liafði gerzl maður. Og það ekki að- eins í orði kveðnu, heldur sannur maður. Til þess varð hann einnig að finna til mannlegra takmarkana. Ekki þannig, að liann sjálfur drýgði nokkra synd né þyrfti að þjást fyrir sín eigin afbrot. Heldur þannig, að sam-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.