Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 3
Kirkjuritifc. Föstusálmur. Nú hljóðni allur ys og þys við alvörunnar mál, og lát þú hvorki gys né glys þig glepja, mannleg sál! Þú kemur hér á helgan stað, sem heimtar reikningsskil. Ó, Guðs í nafni gæt þú að, hvert gjald þú eigir til! Hvað græddir þú á glaumsins stund? Hvað galt þér heimurinn? Hvort gafst þér lífsins gull í mund? O. ger upp reikning þinn! Þú vannst þér sjálfum alimörg ár, — hvar er nú máli þinn? Seg Guði ÖIl þín glöp og tár. Ó, ger það, vinur minn! Hvar er þitt skjól? Hvar er þitt hrós? Hvort áttu nokkuð til? Bið Jesúm Krist um leiðarljós og líkn við hinnztu skil. Hann kallar þig — ó, kom til hans! Fel Kristi allt þitt ráð; því fyrir dauða frelsarans þér fullri er heitið náð. Svo þagni hávær heimsins þys, en hljómi lífsins mál. Þig framar tæli’ ei glaumsins glys, — ó, gæt þín, breyzka sál! Vald. F. Snœvarr.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.