Kirkjuritið - 01.03.1944, Qupperneq 3

Kirkjuritið - 01.03.1944, Qupperneq 3
Kirkjuritifc. Föstusálmur. Nú hljóðni allur ys og þys við alvörunnar mál, og lát þú hvorki gys né glys þig glepja, mannleg sál! Þú kemur hér á helgan stað, sem heimtar reikningsskil. Ó, Guðs í nafni gæt þú að, hvert gjald þú eigir til! Hvað græddir þú á glaumsins stund? Hvað galt þér heimurinn? Hvort gafst þér lífsins gull í mund? O. ger upp reikning þinn! Þú vannst þér sjálfum alimörg ár, — hvar er nú máli þinn? Seg Guði ÖIl þín glöp og tár. Ó, ger það, vinur minn! Hvar er þitt skjól? Hvar er þitt hrós? Hvort áttu nokkuð til? Bið Jesúm Krist um leiðarljós og líkn við hinnztu skil. Hann kallar þig — ó, kom til hans! Fel Kristi allt þitt ráð; því fyrir dauða frelsarans þér fullri er heitið náð. Svo þagni hávær heimsins þys, en hljómi lífsins mál. Þig framar tæli’ ei glaumsins glys, — ó, gæt þín, breyzka sál! Vald. F. Snœvarr.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.