Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 21
KirkjuritiS. Séra Jóhann Þorkelsson. 99 er hann dvaldi á heimili barna sinna, sonar, dóttur og tengdasonar í Danmörku. Þær ferðir voru honum sól- Jtros og hátíð. I kærleika hafði séra Jóhann vakað yfir börnum sínum, en það var einnig yfir honum vakað, er hann þurfti mest á hjálp að halda. Hér var hinn gagn- kvæmi kærleikur. Börnin lians hér heima og erlendis áttu visa fyrirhæn hans og' fórn kærleikans, og inni- legar þakkarkveðjur eru fluttar elskulegum föður, tengdaföður og afa. Kærleikurinn hélt vörð, er ásl- kær faðir kvaddi þennan heim. Þá fékk hann að reyna sannleika orðanna: „Þá andlátstíminn að fer minn, send ástvin kæran minn og þinn að banabeði mínum“. Vér biðjum blessunar vandamönnum hans hér heima og þeim, sem i fjarlægð dvelja. Kvöld var komið, og hænin í hjarta: „Nú lætur þú, lierra, þjón þinn í friði fara.“ Þjónarnir fara. En Drottinn er ávallt hjá oss. Hann kallar þjónana á sinn fund og segir: „Hver, sem þjónar mér, fylgi mér eftir, og livar sem ég er, þar skal og þjónn minn vera“. (Jóh. 12. 26.). Þá vitum vér, hvar séra Jóhann nú á heima. Margir eru þeir hér i hæ, sem liugsa þannig irin starf séra Jóhanns, að þeim finnst eðlilegt, að það hafi verið tekið á móti honum í hinum himnesku heimkynnum með þessari fagnaðarkveðju: „Gakk inn til fagnaðar herra þíns“. Með lotningu og þakklæti er séra Jóhann Þorkelsson kvaddur af kirkju vorri, af þessum söfnuði og söfnuð- 'im þessa hæjar, af fjöldamörgum bæjarbúum, þakklát- nm frændum og vinum. IJér í dómkirkjunni er minn- hig hans i heiðri geymd og hlessuð af þeim, er hér hafa riieð lionum verið og með honum starfað. Guð gefi þjóð vorri og kirkju marga þjóna líka séra Jóhanni.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.