Kirkjuritið - 01.03.1944, Qupperneq 31

Kirkjuritið - 01.03.1944, Qupperneq 31
KirkjuritiS. B. M. Lama sabaktaní. 109 morgunroða hins nýja dags, livort sem hann á að birt- ast okkur hérna megin eða handan við fortjald dauðans. I algerðu trausti til kærleika Guðs skulum við ganga inn i hvern sorta, sem á vegi okkar verður, og gæta þess að- eins að yfirgefa hann ekki, svo að við þurfum ekki að finna okkur yfirgefin af honum. Björn Magnússon. GAMLAR GLÆÐUR. Svo nefnist nýútkomin bók eftir frú Guðbjörgu Jónsdóttur á Broddanesi. Er mikill fengur að, og má vafalaust telja til si- gildra draga að menningarsögu íslands. Þetta er alþýðubók * beztu merkingu orðsins, stíllinn látlaus og fagur og frá- sögnin ber ijóst vitni bæði um gáfur og góðgirnd. Þess væri óskandi, að sem flestir læsu bókina sér til sálubótar, þvi að alstaðar er yfir lieiðríkja bugarins og hver málsgrein að kalla þrungin bjartsýni og trúarþrótti. Þannig liefir frú Guðbjörg skipað sér við hlið bróður sínum, öndvegisklerkinum séra Birni i Miklabæ. Hafi hún alþjóðar þökk fyrir verk sitt, og munu margir vænta þess að fá að sjá meira eftir bana á prenti.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.