Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 33
KirkjuritiÖ. Hvað á barnið að heita? 111 ar og Böðvar, og hljómfegurra en hliðstætt fornaldarnafn, er hann til tók. Hyggst ég því að taka nafnið upp aftur, eigi ég þess kost, að láta skíra einn svein til, og mun þá umsvifalaust leggja það undir úrskurð heimspekideildar, ef með þarf. En livað sem er um þetta nafn, vakti áður frá skýrt atvik ým- islegar hugsanir hjá mér, sem ég læt að nokkru frá mér fara í þessari grein í þeirri von, að þær kunni að vekja lærða og leika til frekari umhugsunar um þetta mál, nafngjafirnar og eftirlit þeirra, sem mér virðist alls ekki svo mikilsvert. Skal ég stikla á því helzta í stórum dráttum. Eins og allir vita, eru nafngjafir barna settar i samband við hina helgu, trúarlegu athöfn, skírnina, þó mér virðist l)ær i eðli sínu henni óliáðar. Ég met athöfnina mikils og tel afar óheppilegt, að ágreining- ur um nafn geti risið svo að segja í henni miðri, eins og átti sér siað í áður fráskýrðu atviki, því liætt er við, að sá ágrein- ingur raski að einhverju ánægju og gleði aðstandenda^ eða prests, máske beggja, og spitli þannig friði og hetgi skírnar- innar. Þessu ætti að vera mjög létt að bæta úr. Þyrfti ekki annað en prestarnir segðu söfnuðum sínum, Iivað eru lög í þessu efni, og beiddust þess, að fólk ráðgaðist um væntanlega nafngjöf við l>á, með nægum fyrirvara fyrir skírnarathöfn, svo að hægt væri > næði að jafna þann skoðanamun, sem fyrir kynni að koma. ■—• Ég tel að vísu ekki vafa bundið, að vilji prestarnir koma sínum sinekk, eða skoðun fram í þessu máli, sé fáfræði almenn- ings gagnvart lögum þessum bezta leiðin til þess; því að ég hygg, að fleirum en mér verði það á, að láta eftir orðum prests að órannsökuðu máli, undir sömu kringumstæðum. En ég vil ekki ætla prestastéttinni slíkt. Þeirra sigrar í þessum efnum sem öðrum eru, að hið rétta og sanngjarna nái fram að ganga. Fátt álít ég líka betur fallið til að benda mönnum á að skíra börn sín skemmri skírn, en óánægja út af nafnavali; eða eru nienn þá ekki lausir undan áhrifavaldi prests og laga, á þessu sviði? — Ég þekki eitt dæmi, hér í næstu sókn, þar sem bónd- >nn skirir börn sín sjálfur, eða tætur a. m. k. ekki prestinn skira, en tilkynnir honum svo nöfn barnanna; en ekki veit ég, úvaða ástæður liggja til þessarar nýbreytni. Þessi leið, skemmri skírnin, er skilst mér opin liverjum sem ei'> og væri skirnin ekki annað en nafngjöfin, harmaði ég ekki, að hún væri almennt farin. En vegna þess að sldrnin er fyrst °g fremst trúarleg helgiathöfn, finnst mér mjög ólieppilegt

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.