Kirkjuritið - 01.03.1944, Qupperneq 8

Kirkjuritið - 01.03.1944, Qupperneq 8
86 H. S.: Við borð meistarans. Marz. Fögur eru mörg augnablikin, sem mannssálinni eru gefin. Fögur er vonin, sem leiðir unglinginn út í heim- inn, — trúin, sem tekur hinn þjáða á arma sína Fagrar eru hugsjónirnar, sem sigla sinum hvítu skipum upp að ströndinni og bjóða okkur far yfir til fyrirheitna landsins. Fögur er þrá hjartans eftir liinu ósegjanlega og dýrlega. Fagrir eru Guðs vegir. Já, „fögur er foldin, heiður er Guðs liiminn“. En til andstöðu gegn öllu þessu rís hið illa í eðli mannsins. Það er sorgarsaga heimsins í dag. Við ætlum stundum að vinna glæsilega sigra, án þess að sigra okk- ur sjálf. Við hlöðum stundum skip okkar með herfangi, þangað til það sekkur. Við ætlum stundum að gera Guð að herbergisþjóni okkar í stað þess að falla fram fyrir honum og tilbiðja hann. En það, sem liverjum einstök- um okkar og öllu mannkyni er mesta nauðsynin, er að snúa hug og hjarta til Guðs. íslenzka þjóðin á ekkert takmark æðra en að verða kristnust allra þjóða. Guð gefi, að hún verði aldrei í sporum þess lærisveins, sem stóð upp frá borði meist- arans til þess að ganga út í náttmyrkrið. Guð gefi, að sem flestum af þjóð okkar megi líkja við „lærisveinn- inn, sem Jesús elskaði“. Það var nótt í Jerúsalem, og það gekk maður út úr liúsi nokkru. Hvert var liann að fara? 1 dag er ég spnrður, og þú ert spurður. Hvert ert þú að fara? Það þýðir ekki að dyljast, þvi að Guð skilur jafnvel mál fótataksins. Hvað segir þá fótatak okkar? Guð gefi, að við getum, livor fyrir sig, sagt með sanni: Ég er á leiðinni á fund meistarans. Helgi Sveinsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.