Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 41
Kirkjuritið. Fréttir. 119 Allmiklar og fjörugar umræður urðu um málið, og koinu fram oftirfarandi tillögur, er samþykktar voru einróma: 1. Héraðsfundurinn skorar á fræðslumálanefnd þá, er nú starfár, að gæta þess í tillögum sínum, að kristindómurinn sé virtur sem menningargrundvöllur þjóðarinnar og skipi náms- efni lians, þar á meðal talin kirkjusaga og kirkjusöngur, þann sess, er jiví samsvarar í æðri sem lægri skólum landsins. 2. Héraðsfundurinn skorar á kirkjustjórnina að hlutast til um, að lientugar námsbækur í kristnum fræðum séu jafnan fyr- ir hendi og séu þær hækur ekki aðeins miðaðar við nám skóla- skyldra barna, lieldur einnig við unglinga, sem komnir eru yfir fermingu. 3. Héraðsfundurinn telur nauðsynlegt, að öll þau heimili, sem uppeldisskyldum liafa að gegna, láti sér annt um kristilega uppfræðslu barna. Jafnframt er skorað á kirkjustjórnina að gefa út og útbýta til heimilanna stuttum leiðbeiningum um fyrstu undirstöðuatriði kristindómsfræðslunnar ásamt ákveðnu námsefni, svo sem bænum og sálmversum. Prestar hafi eftirlil með árangri þessa fræðslustarfs. 4. Héraðsfundurinn skorar á kirkjuráð og kirkjustjórn að undirbúa löggjöf um aukið kristindómsnám í skólum landsins og aukið starf prestanna til áhrifa á æskulýðinn. Að loknum umræðum um þetta mál flutti prófastur stutta ræðu að nokkru leyti i sambandi við aðalefni málsins. Að lokum sungu fundarmenn sáhninn: „Lýs milda ljós.“ Björn Stefánsson. Frá Bægisárprestakalli. A Bægisá, þar sem kuldinn hefir verið óþolandi, kom sókn- árnefnd mér að óvörum með nýtt hitunartæki — dýrindis olíuofn, sem mjög ryðja sér nú til rúms. Var það vel til fundið áð gefa kirkjunni slíka jólagjöf. Dalafólkið mitt þarna fram frá er alveg ágætt, en þar vantar bagalega 3ju kirkjuna, að Myrká. Þar var vegleg kirkja rifin fyrir rúmum 30 árum í óþökk margra og nú saknað af öllum i gömlu Myrkársókn, nema þeim, sem næstir.eru Bægisá. (Úr bréfi frá sóknarpresti)r Samkoma fyrir kristiieg unglingafélög hér í bænum var haldin í Tjarnar- bió sunnudaginn 27. f. m. Fjölmennti unga fólkið, svo að húsið var alskipað. Er það mikið fagnaðarefni, er nú rísa bæði nýir sunnudagaskólar og ný kristileg unglingafélög. Andleg lög og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.