Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 38
116 Hálfdan Helgason: Marz. megi, er það vex upp, halda sér við Krist, eins og það er nú fyrir skírnina gróðursett á honum“. Og í liinni nýju helgisiðahók frá 1934 er þessum orð- um heint til aðstandenda barnsins og guðfeðgina: „Góð systkin, þér eruð vottar þess, að þetta barn er skírt til nafns föðurins, sonarins og hins heilaga anda og tekið inn í söfnuð Krists. Nú er það heilag'l hlutverk yðar, heimilis þess og safnaðar, að lcenna því að halda það, sem Drottinn hefir boðið. Styðjið það með kærleika og fyrirbænum til að lifa i samfé- lagi við Krist og minnist jafnan orða hans: Hver, sem tekur á móti einu slíku barni í mínu nafni, hann tek- ur á móti mér“. Þegar nú minnzt er á þessa votta í daglegu tali i sam- bandi við skírnina, þá eru þeir þvi nær eingöngu nefnd- ir „skfrnarvottar“ en ekki „guðfeðgin“, en í embætlis- bókum prestsins eru þeir aðeins nefndir síðara nafninu. Hinsvegar er það ekki að undra, þótt fyrra heitið liafi náð að festast í daglegu máli manna, þar sem segja má, að í augum alls þorra manna sé starf guðfeðgina einvörð- ungu réttarfarslegs eðlis, þ. e. a. s. þau eiga á hverjum tíma að geta horið vitni um það, að sldrnaratböfnin liafi farið fram. Og það mun vart vera nokkur prestur til, sem ekki verður þess áskynja oft og margsinnis, hve almenningur, sem kemur með börn til skírnar, leggur sáralítið upp úr þessu vottastarfi. Flestum er þannig farið, að þeir hafa lítið og stundum ekkert um málið hugsað, fyr en presturinn minnir á það á undan em- bættisverkinu. Þá er oft til þeirra manna gripið, sem hendi eru næstir, og það kemur áreiðanlega ekki ó- sjaldan fyrir, að sumir þeirra, sem þá eru nefndir, vita það ekki fyr en eftir á, að þeir liafi veitt því hanii guðsifjar, sem verið var að skira, ef þeir þá nokkurn tíma komast að því. Þetta mundi nú ef til vill ekki skipta svo miklu máli, ef starf skírnarvotta væri ekki annað en bera vitni um

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.