Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 13
Kirkjuritið. Séra Jóhann Þorkelsson. 91 nú fagnar hjarta mitt og hoht fyrir hinum lifanda Guði“. Hann kom hingað til að vegsama Guð og' biðja fyrir öðrum. „Ég hað fyrir j)ér í dag“, sagði liann stundum við mig, þegar hann kvaddi mig eftir messu. Prestsjtjón- ustu fyrirbænarinnar var honum alltaf ljúft að inna af hendi. Hann kenndi alltaf inniiegrar samúðar með þeim, sem hágt áttu. Hann var um alllangt skeið tíður gestur á sjúkrahúsum bæjarins, og ávarpaði þá venjulega þá, seni hann kom til, með ritningarorðum; hann sagðist vera með skilaboð frá Guði. Og eins kom hann oft með huggunar- orð heim til vina sinna, ef hann vissi af einhverjum þar, sem átti hágt. Góðvildin var svo rík í huga lians, að hann langaði lil að láta eitthvað gott af sér leiða, hvar sem hann fékk j)ví viðkomið. Hann vissi, að liann gal ekki með öðru móti betur Guði þjónað. Og þjónn Guðs vildi hann alla æfi vera. Það gat ekki lijá þvi farið, að maður með þvi hugar- fari eignaðist marga vini. Og margir voru líka vinir séra Jóhanns, mannsins hógværa og hjartag'óða, sem gladdist eins og harn af allri góðvild, sem honum var sýnd, og var ój)reytandi að biðja öðrum blessunar Guðs. Þessvegna gleðjumst við með honum, að honum hefir nú háöldruðum verið veitt heimfararleyfi þangaö, sem staður er húinn þeim, sem Guð elska. Hann þakkaði Guði fyrir livern æfidag sem g'óða gjöf hans, því að liann kunni að meta allt gott og fagurt, sem lífið færði honum og gleðjast af því. En hann var ferðbúinn, hvenær sem Guði þóknaðist að kalla hann héðan. Þessvegna er heim- íör hans fagnaðarefni en ekki hryggðar. Og jæssvegna viljum við fara að dæmi hans og kveðja hann með lof- öjörð og þakklæti til Guðs, sem varðveitti liann í skjóli sinu og gaf honum svo mikið af fögnuði trúarinnar á langri og fagurri æfileið.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.