Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.03.1944, Blaðsíða 11
KirkjuritiS. Séra Jóhann Þorkelsson. Ræða dómprófasts, séra Friðriks Hallgrímssonar, við útförina í Dómkirkjunni. Nítugasti og fyrsti Davíðs-sálmurinn byrjar á þessum orSiun: ,,Sæll er sá, er situr í skjóli hins liæsta, sá er gistir i skugga hins almáttka, sá er segir við Drottin: Hæli mitt og háborg, Guð minn, er eg trúi á!“ Þannig talar sá maður, sem þykir vænt um Guð og hefir fundið til þess, að Guði þykir vænt um hann. Þanng talaði líka séra Jóhann. Ekki af því að honum hefði verið kent það, heldur af því að liann hafði reynl það sjálfur. Og hann þreyttist aldrei að segja öðrum frá því. — Og það var eðlilegt, að hann þegði ekki um það. Þvi að bæði var það æfistarf lians að laða menn lil sam- félags við Guð; og svo voru þessi sannindi líka orðin að þungamiðju allra hugsana hans. Kynslóðir koma og kynslóðir fara. Þrátt fyrir breytt ytri viðhorf nreð líðandi árum og öldum verður saml alltaf alvarlegasta viðfangsefni hvers mann að finna sér fótfestu í straumi lífsins, — finna ódauðlegri sálu sinni öruggt atlivarf. Og ekkert athvarf hefir mönnum betur reynzt en traustið á elsku liins eilífa föður á himnum og andlegt samfélag við hann fyrir Jesúm Krist. — Sá, sem í þeim skilningi situr í skjóli hins hæsta, á þakklátt hjarta og gleði i sál, hann á þrek að starfa og huggun í raunum, og hann á bjartar vonir. Hann er sæll, því að liann hefir eignazt og eignast í æ ríkara mæli heztu gjafir lifsins, sem þekkjast á jörðu.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.