Kirkjuritið - 01.03.1944, Side 42

Kirkjuritið - 01.03.1944, Side 42
120 Fréttir. Marz. Ijóð voru leikin og sungin, lesið upp, og séra Árni Sigurðsson fiutti fögur og þróttmikil hvatningarorð. Að lokum var sýnd myndin Konungur konunganna. Guðfr-æðideildin efndi til samkomu þessarar og þakkar öll- um þeim, er studdu að því með einhverjum hætti, að lnin varð haldin. Dagskránni var útvarpað. Biskupinn Sigurgeir Sigurðsson, hefir verið kjörinn heiðursdoktor við liáskólann í Norður- Dakota. Nýjar biblíusögur handa börnum ásamt kirkjusöguágripi eru nú að koma út i lieftum. Verða heftin þrjú, og er miðheftið fullprentað. All- margar myndir verða í bókinni og uppdrættir. Hún er að nokkru leyti sniðin eftir biblíusögum Berggravs biskups, aðallega Gamla testamentið. Þessir liafa unnið að samningu: Séra Sigur- jón Guðjónsson, séra Þorsteinn Briem, séra Hálfdan Helgason, Ásmundur Guðmundsson, Helgi Eliasson og Ingimar Jóhannes- son. Freysteinn Gunnarsson bjó undir prentun. Fögur gjöf. Fyrir síðustu jól barst Álftártungukirkju á Mýrum að gjöf vegleg altaristafla, máluð af Ásgeiri Bjarnþórssyni listmálara. Er hún gefin kirkjunni af hjónunum Aðalhciði Guðmundsdóttur og Úlfari Bergssyni í Reykjavik, til minningar um son þeirra Örn, er lézt.á fyrsta ári 26. júni 1942, og var jarðsettur við Álftár- tungu kirkju. Passíusálmarnir. Tvær nýjar útgáfur af Passíusálmunum hafa komið út í vetur. Hin fyrri er á vegum Tónlistarfélagsins, en hin síðari fsa- foldarprentsmiðju. Er þess að vænta, að báðar nái mikilli útbreiðslu með þjóðinni. Kirkjuritið kemur út í heftum, 1-3 í senn, alla mánuði ársins nema ágúst og sept. Verð innanlands 10 kr. í Vesturheimi 2 doll- arar. Gjalddagi 1. apríl og 1. okt., ef menn kjósa heldur og borga i tvennu lagi. Afgreiðslu og innheimtu annast frú Elísabet Jóns- dóttir, Hingbraut 144, sími 4776, Reykjavik.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.