Kirkjuritið - 01.04.1946, Page 15

Kirkjuritið - 01.04.1946, Page 15
Kirkjuritið. í ríki friðarins. Nemið staðar við vegina, og litizt um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin. Jer. 6,16. Að eiga föðurland og ríkisborgararétt er ein af lífs- >ns góðu og' fullkomnu gjöfum. Svo dýrmæt er sú gjöf, nð eigi verður með orðum lýst né þakkað, heldur með nyggri þjónustu og liollustu í öllu líferni sínu. Á friðar- hnuun finnst mönnum þetta sjálfsagður, óhagganleg- Ur ]tjóðarréttur, er fylgir því að vera borinn og barn- fæddur í föðurlandi sínu, eða liafa eignazt hann ó ann- an liátt. En nú á yfirstandandi timum, þegar öll rétt- lætistilfinning hefir að segja má haft hamskipti, er öðru ntali að gegna. Og sannast því mjög nú, að enginn veit hvað átl hefir, nema misst liafi. Þetta ætti að vera oss íslendingum lmgstæðara og nmhugsunarverðara nú en nokkru sinni áður; er svo niargar þjóðir liafa orðið að þola hinar ægilegu hörm- nngar, sem samfara eru föðurlandsmissi og landflótta. að íslenzka þjóðin liafi hlotið mörg og djúp sár og skaða af völdum ófriðarins, þá hefir oss vissulega, fyr- lr guðlega forsjá, en ekki mannlega tilviljun, verið hlíft við hinu versta, hernámi Þjóðverja, er vitanlega hefði haft í för með sér föðurlandsmissi, brottflutning °g þrælaánauð. í stað þess fékk þjóðin öðru hugþekk- ara hlutverki að gegna. Henni var fengið ríki i hendur. 'hki friðarins á ókomnum tímum. Hugurinn horfir langl aftur í tímann, og nemur slað- ar> til þess að spyrja um „gömlu göturnar“, og lilusta eftir vitnisburði sögunnar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.