Kirkjuritið - 01.04.1946, Page 51

Kirkjuritið - 01.04.1946, Page 51
Kirkjuritið. Máttur samstilltrar bænar. 161 Það eru ýmsir sjúkdómar svo háðir hugsuninni, að hún getur læknað þá. — Hugsanir þær, er við sendum út í geiminn, verða ekki að engu eða glalast, en kunna að hafa sín áhrif. Og' það er áreiðanlegt, að illar hugsanir skaða þann, sem þær beinast að, svo og þann, er elur þær. En eins víst er og hitt, að góðar hugsanir styrkja og hressa ekki aðeins þann, er þær heinast að, heldur lika þann, sem sendir þær frá ser. Bænin er i flestum tilfellum einbeiting liugans að því sérstaka, sem beðið er um í það og það sinn. Að vera bænheitur er að vera nógu heill, er að vera með nógu éinbeittan hug i bæninni. En bænheyrslan er oft og tið- um ekki sizt í því fólgin, að hænin verkar inn á við, verkar á þann, sem hað, þannig að honum vex starfs- áhugi og þrek, svo að hann leggur sig allan fram til þess, að það, sem hann hað um, nái að rætast. Þar hirt- ist oss á ný hið gamalkveðna, að Guð hjálpar þeiin, sem hjálpar sér sjálfur. En svo mikill sem máttur hugsunarinnar er eða get- ur verið hjá hverjum einstökum, sem einbeitir huga sín- um að ákveðnu marki, þá er þó enn meira magn liugs- unarinnar og kraftur, þegar hugir margra samstillast °g heinast að liinu sama í einingu andans. Það var sá máttur samstillingarinnar, sem hrærði húsið, — máttur sameiginlegra átaka margra huga í heilagri hrifningu. Einn vor merkasti heimspekingur og vísindamaður hefir lagt mikla áherzlu á samstillingu mannanna og kraft þann, sem hún getur haft; hún geti haft stórkost- leg áhrif á líf vort, hæði hið andlega og líkamlega; liún geti jafnvel haft áhrif á náttúruna, hreytt veðráttunni til hins betra og afkomu allri. Þó að sunnmi finnist þetta ef til vill öfgar, þá er meiri sannleikur í þessu fólg'inn en oss órar fyrir. Máttur samstilltra huga er mikill. - Lærisveinarnir þekktu þenna mátt. Þegar einhver fé- lagi þeirra var í hættu staddur, komu þeir saman og sameinuðust í hæn fyrir honum. Það er enginn efi á því,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.