Kirkjuritið - 01.01.1948, Síða 12
10
KIRKJURITIÐ
„Hann er eigi fjarlægur neinum af oss, því að í honum
lifum, erum og hrærumst vér.“
En þaö er líka vandi að vera svo nálægur GuÖi.
Fyrir augliti hans dylst engin ófögur hugsun; í hans
kærleik þolist enginn hjartakuldi, — enginn skuggi.
Það er vandi að lifa. Nema fyrir ung og saklaus börn.
Hættusvæði lífsins liggur fyrir utan bernskunnar blóma-
garð. Skyldu ekki jólin vera svo lieilög jól meðfram af
því, að þá eru flestir hæfari en ella til að koma aftur inn
í þann garð?
En að jólunum loknum er aftur út úr garðinum gengið
— garði hreinleikans. — Nýtt ár rennur upp, með ný
áform, nýtt framtak, nýtt kapphlaup um lífsins ytri gæði,
nýjan metnað og nýtt valdabrask. Og guðsbarnið er í of
mörgum í hversdagsfötunum til næstu jóla.
En á meðan bíður Guð, eftir batnandi bömum, batnandi
Islands þjóð. Hann bíður eftir mér og þér, eins og víngarðs-
herrann í dæmisögunni lét það eftir víngarðsmanninum, að
hið arðlausa tré fengi enn að standa þetta árið. —
Enn mun hinn heilagi. höfundur alls sem er, Guð vors
lands, krýna hið ný-upprunna ár með gæzku sinni. Enn
mun fagur gróður drjúpa af heiðalöndunum, og hæðirnar
girðast fögnuði. Enn mim lífið skarta í blómi vallai’ins og
í blíðu brosi barnsins. Og enn munu andvþrp lífsþreyttra
jarðarbarna stíga til hæða, eins og liðna árið leið út í
bláma eilífðarinnar. Enn munum vér greina hjartslátt
Guðs bak við allt lífið, ef vér hlustum vel. Enn munum
vér una lífinu bezt „við yl og kraft hins góða.“
Gleymum því öllu, sem að baki er, nema góðleikans dýru
perlum, og söfnum sem flestum slíkum á árinu uýja, til
að færa þær jólabarninu, Jesú Kristi,.á næstu jólum. Þær
gilda einnig — og þær einar — þótt vér höfum haft vista-
skipti fyrir næstu jól.
Hvíli svo Guðs heilaga auglit yfir oss öllum og yfir
fslands þjóð, á árinu nýja. Hvílum í hendi hans. Störfum
að vilja hans. Biðjum til hans. Ólafur Ólafsson.