Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 17

Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 17
DR. THEOL. VALDIMAR BRIEM 15 vegna þess, að ég telji mig hafa til þess meiri hæfileika eða kunnugleika en ýmsir aðrir hafa, nema síður sé. Hitt er heldur, að mér hefir frá æsku þótt vænt um hann og á honum þakkarskuld að gjalda, bæði vegna persónulegra kynna snemma á ævi minni, og vegna þeirrar blessunar, sem ég hefi notið af verkum hans í trúarlífi mínu og prests- starfi. Og enn er það, að ýmsir vinir hans hafa hvatt mig til þess. Þá er ég hefi fundið ylinn og ástúðina í orðum þessara vina hans um sinn gamla fermingarföður og sóknar- prest, hefi ég þótzt skilja, hvílík hamingja það er, að geta sér þannig lof og líknstafi, ávinna sér gott mannorð og fagra minningu. Valdimar Briem á sér vígðan reit virð- ingar, kærleika og þakklætis í hjörtum þeirra, sem hann hefir frætt og upplýst, huggað, glatt og styrkt með orðum sínum og áhrifum. Úr þeirra flokki verða þessi minningar- orð töluð, þótt þau Verði af mörgum ástæðum miður valin og vönduð en vera ætti. I. Um miðja síðustu öld bjuggu á höfuðbólinu Grund í Eyjafirði hjónin Ólafur timburmeistari Briem, Gunn- laugsson Briems sýslumanns Eyfirðinga, og Dómhildur Þorsteinsdóttir. Þar fæddist Valdimar Briem 1. febrúar 1848. Bræður Ólafs timburmeistara og föðurbræður séra Valdimars voru þeir Eggert Ólafur Briem sýslumaður, faðir Eiríks Briems prófessors og þeirra systkina, og Jóhann Kristján Briem prófastur í Hruna. Er öll sú ætt mjög kunn. En Dómhildur kona Ólafs timburmeistara og móðir Valdi- mars var Þorsteinsdóttir frá Stokkahlöðum Gíslasonar, Móðurafi Þorsteins á Stokkahlöðum var séra Þorsteinn Ketilsson prófastur á Hrafnagili, lærisveinn Jóns biskups Vídalíns í ræðugjörð og klerklegum listum, og einn af merkustu prestum og menntuðustu á Islandi um sína daga. Var séra Þorsteinn á Hrafnagili sá prestur norðanlands, sem Ludvig Harboe taldi einna hæfastan til biskupsembætt- is að Hólum, en séra Þorsteinn var ófáanlegur til að takast
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.