Kirkjuritið - 01.01.1948, Síða 18
16
KIRKJURITIÐ
þann vanda á hendur. — Dómhildur Þorsteinsdóttir, móðir
séra Valdimars, var góð kona og gáfuð. Ólafur maður
hennar var eigi aðeins hagur á smíðar, heldur og hagmæltur
vel. Þegar Valdimar sonur hans var ársgamall, kvað hann
til hans stöku þessa:
„Átta um fertugt öldin bar
ári fyrir síðan,
þegar fyrsta febrúar
fæddist litli Valdimar.”
Mörg voru börn þeirra Ólafs Briems og Dómhildar konu
hans. Af þeim kann ég að nefna, auk séra Valdimars, séra
Eggert Ó. Briem, prest og fræðimann á Höskuldsstöðum,
Harald Ó. Briem, bónda og hreppstj. á Búlandsnesi, Sigríði,
konu Daviðs prófasts á Hofi í Hörgárdal og ömmu Davíðs
skálds, Jakob Briem, er fluttist vestur um haf og kenndi
þar bömum íslenzkra landnema feðratungu sína, og Rann-
veigu, konu Sigtryggs Jónassonar í Winnipeg.
Valdimar ólst upp með systkinahópnum hjá foreldrum
sínum, til þess er hann var tíu ára gamall. En þá missti
barnahópurinn á Grund föður sinn og og móður með miss-
eris millibili. Andaðist Dómhildur Þorsteinsdóttir sumarið
1858 og Ólafur Briem maður hennar veturinn eftir, nokkr-
um dögum eftir nýár. Voru þau þá á bezta aldri, hjónin,
hann 50 ára og hún 41 árs. Sundraðist nú heimilið um
vorið og börnin föður- og móðurlausu tvístruðust í ýmsa
staði.
Þá var prestur í Hruna og prófastur Árnesinga séra Jó-
liann Kristján Briem, föðurbróðir Valdimars, lærður á
Bessastöðum og síðar í Kaupmannahöfn, sæmdarmaður
hinn mesti í prestastétt þeirra daga. Tók hann nú að sér
Valdimar bróðurson sinn, og var hann fluttur suður sum-
arið 1859.
Um suðurferð Valdimars er til smásaga ein, sem vert
er að halda til haga. Virðist hún styðjast við allgóðar heim-