Kirkjuritið - 01.01.1948, Side 25
DR. THEOL. VALDIMAR BRIEM
23
biskupskápa Jóns Arasonar vel sóma hinum tígulega kirkju-
höfðingja. Eina biskupsverk hans varð það, að vígja Jón
Helgason til biskups yfir Islandi 22. apríl 1917.
Störf séra Valdimars Briems í þjónustu sveitar og héraðs
skulu talin þessi: Hann var að sjálfsögðu sáttanefndar-
Waður og í hreppsnefnd Gnúpverjahrepps yfir 30 ár, og
lengstum oddviti hreppsins. Þá var hann og kosinn sýslu-
nefndarmaður árið 1890, gegndi því starfi fjölda ára og
var ritari sýslunefndarinnar. Þá var hann kjörinn full-
trúi Ámessýslu í amtsráð Suðuramtsins árið 1893 og
gegndi því starfi til 1907. Loks er sjálfsagt að geta þess,
eitt sinn var hann á kjörfundi í Árnessýslu kosinn al-
bingismaður sýslunnar að honum f jarstöddum og óafvitandi,
en afþakkaði það starf. Hafði hann sama sem engin bein
afskipti af landsstjórnarmálum um dagana. En í sveitar-
°g héraðsmálum var hann jafnan hinn tillögubezti. Þegar
hann var í sýslimefnd Ámessýslu, var yfirleitt beðið eftir
t>vi að heyra, hvað hann legði til málanna. Svo hefir sagt
mér skilríkur maður og minnugur, sem alllengi hafði
nokkra aðstöðu til að vita um störf sýslunefndarinnar.
í hreppsnefndarstörfum sínum lét hann sig mjög varða með-
ferð og kjör fátækra og munaðarleysingja, sem sveitin varð
að annast samkvæmt þeirri fátækralöggjöf, sem þá var
í gildi. Var séra Valdimar mjög vandlátur um staði fyrir
hörn, og taldi óhæfu að flækja börnum og gamalmennum
til og frá um sveitina, eins og lengi hafði tíðkazt. Hafði
hann ekki mátt heyra nefnt niðurboð á fátækum og mun-
aðarleysingjum, eða hreppaflutninga. En mikla erfiðleika
hafði það kostað hann, að koma af illum og ómannúðleg-
um venjum í þessum efnum. En virðing hans og vinsældir
í sveitinni urðu brátt svo miklar, og áhrif hans á sveitar-
brag og samlíf manna svo sterk, að frjálslyndi hans, rétt-
lætiskennd og mannúð vann sigur í þessum viðkvæmu
málum. Óx enn af því virðing hans í sveit og sóknum, og
munu þeir prestar fáir vera hér á landi, er hafi notið meiri
ástar og virðingar sóknarbarna sinna og sveitunga en séra