Kirkjuritið - 01.01.1948, Qupperneq 28
26
KIRKJURITIÐ
lofsorðum um hinar merkilegu prédikanir séra Páls Sig-
urðssonar i Gaulverjabæ, sem f jölmörgum mönnum þótti og
þykir jafnvel enn háskalega róttækur í guðfræðiskoðunum.
Gagnort og skörulega svaraði séra Valdimar árásum á
kirkjima, m. a. í greinunum: „Að þegja eða tala,“ „Ákærur
og svör,“ og: ,Að afkristna landið.“ Tók hann þar djarflega
á skammsýni og ungæðishætti þeirra landa sinna, sem
vildu hafna kirkju og kristinni trú, og taka í staðinn ein-
hverja nýjung með falsaðri vísinda yfirskrift. Á þessum
árum var séra Valdimar einn helzti trúvarnarmaður ís-
lenzku kirkjunnar, og brýndi fyrir þjóð sinni og stéttar-
bræðrum í nafni Drottins, að hún ætti ekkert betra til í
andlegu lífi sínu en kristindóminn. Ályktarorð hans í grein-
inni: „Að afkristna landið,“ eru á þessa leið: „Þó að þessir
menn, sem álíta kristindóminn standa þjóðinni fyrir þrif-
um, taki á allri sinni málsnilld, öllum sínum gáfum, og
öllu, sem þeir hafa til, þá tekst þeim þetta ekki, tekst aldrei
að afkristna landið.“ Þá ritaði og séra Valdimar árið 1895
allmikið í K.bl. um fríkirkjumálið. Var hann ekki skilyrðis-
laust andvígur fríkirkju, viðurkenndi nokkra kosti hennar,
en taldi þjóðina alls ekki við því búna, að koma henni á
hjá sér. Á þessum árum vöktu þrír merkisprestar íslenzkir,
þeir Oddur V. Gíslason, Jóhann Þorkelsson og Jens Páls-
son, máls á því, að Islendingar ættu að leggja eitthvað af
mörkum til heiðingjatrúboðs. Eins og vant er hlógu vantrú-
armenn að þessu og hæddust að hugmyndinni. En séra
Valdimar tók í streng með þremenningunum og mælti með
tillögu þeirra. En jafnframt lét hann þá skoðun í ljós, að
fyrst af öllu ætti kristni Islands að styðja og styrkja hið
lúterska kirkjufélag í Vesturheimi í baráttu þess fyrir
málefni kristninnar. Þessa tillögu séra Valdimars nefnir
séra Jónas A. Sigurðsson, prestur vestanhafs, „hið fyrsta
lóukvak kærleikans frá kirkjunni heima til vor.“ Lét séra
Valdimar sér yfirleitt mjög annt um andlegt og kirkjulegt
líf landa vorra vestanhafs, enda elskuðu þeir hann og virtu,
sæmdu hann gjöfum og sýndu honum mörg vináttumerki.