Kirkjuritið - 01.01.1948, Side 40
38
KIRKJURITIÐ
... Gef oss, Guð, í ljósi að lifa,
. lifa, sem þinn vilji skrifar;
skrifuð leiftra himinhöfin
höfuðletri þínu stöfuð.
Þorsti vor og lifandi lysting
lögin séu þín dýrðarfögru.
Gæzkan há og guðleg vizka
giftan er, sem heiminum lyftir!
... Kvíði eg þó ei kör né dauða,
kæri bróðir, og sízt í óði:
Lífið er gott, þó vel ég viti
veturinn kominn — aldrei betra.
Neista gaf mér guð hinn hæsti
gæzku sinnar í öndu minni,
náðin hans eru gnógleg gæði,
göfug ljóð og trú á hið góða ...“
Séra Valdimar gat sagt hið sama og séra Matthías um
það, sem Guð hafði gefið honum. Því gat hann líka, eins
og Matthícis, gefið þjóð sinni „göfug ljóð og trú á hið góða“.
Fyrir það varð hann sá maður íslenzkrar kirkju um sína
daga, sem biskupsnafn bar með hæstum heiðri, þótt bisk-
upstign sú, sem hann fékk, væri nafnbót ein, nafnbót, serr,
sjálfsagt þótti að veita honum, en engum öðrum í Skál-
holtsbiskupsdæmi. Ýmsir ytri sæmdarvottar aðrir voru
honum veittir, svo sem riddarakross Dannebrogsorðunnar
fyrir aldamót, og síðar riddarakross og stórriddarakross
Fálkaorðunnar íslenzku. Þegar hann varð hálfáttræður 1.
febr. 1923, sæmdi guðfræðideild Háskóla Islands hann dokt-
orsnafnbót í heiðursskyni, og lét fylgja þennan formála:
,,Um meira en þriðjung aldar hefir þjóð vor átt kost á
að lesa og læra hina ágætu sálma séra Valdimars í sálma-
bók vorri og hefir sungið þá í kirkjum og heimahúsum
við hvers konar guðræknisathafnir. Hafa sálmar þessir með
hugsanaauði sínum, innileik og fegurð náð miklum tök-