Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 52
50
KIRKJURITIÐ
Stóii-Núpur.
upp.“ Daginn eftir var hann látirin, slokknaði út af eins
og ljós.“
Útför þeirra feðga beggja, séra Valdimars og séra Öl-
afs, fór fram að Stðra-Núpi við mikið fjölmenni 8. maí
1930. Hófst húskveðjan heima með því, að sunginn var
sálmur séra Valdimars: „Kallið er komið“, og mun sá
sálmur aldrei hafa snortið dýpra, eins og nærri má geta.
Húskveðjuna flutti frændi þeirra feðga Þorsteinn Briem
prófastur. Var hann hrærður mjög og allir áheyrendur með
honum, og stundin öll áhrifamikil. Þá voru kisturnar born-
ar í kirkju. Talaði þar fyrst dr. Jón Helgason biskup og
þá séra Ólafur Magnússon, er þá var prófastur Árnes-
prófastsdæmis. Við gröfina talaði séra Guðmundur Einars-
son. Mæltist þeim öllum vel. Jón biskup minntist þeirra
feðga sem gæfumanna, mannkostamanna og áhrifamanna.
Séra Ólafur Magnússon minntist sérstaklega starfs séra
Valdimars og áhrifa í prófastsdæminu. Séra Guðmundur
lagði út af sálmi séra Valdimars: ,,Hví ertu, sál mín í jarð-