Kirkjuritið - 01.01.1948, Blaðsíða 53
DR. THEOL. VALDIMAR BRIEM
51
neskar hugsanir hnigin,“ og dvaldi þar einkum við síðasta
Versið, sem endar með þessum hvatningarorðum:
„Upp, upp, mín önd,
upp í Guðs sólfögru lönd,
lifenda ljósheiminn bjarta".
Snart þessi kveðja sálmaskáldsins góða hjörtu vor
margra, er viðstödd vorum. Og á meðan hellti vorsólin
mridum geislum yfir Stóra-Núp og hinn saknandi mann-
fjölda í kirkjugarðinum. Þótti mörgum staðurinn drúpa,
Sem von var, er öll höfuðprýði hans var horfin i einu. .
Ein er sú sögn um séra Valdimar Briem, að við síðustu
ernbættisgerð hans í Stóra-Núpskirkju hafi borið þá sýn
fyrir konu eina þar í kirkjunni, að henni þótti sem horf-
mn væri annar hliðveggur kirkjunnar, sá er að núpnum
veit, og sýndist henni stór söfnuður. þar úti, er hlýddi á
messugjörðina og tók fullan þátt í henrii. Þessa sýn bar
fyrir um stund, en hvarf síðan.
^essi saga minnir mjög á helgisögur þær, sem sagðar
eru um guðsmenn liðinna alda. Og i táknmáli hennar er
su sPá fólgin, að lengi muni séra Valdimar Briem syngja
messu miklum söfnuði með þjóð sinni, er finnur andlega
nautn og trúarlega svölun og sálubót i sálmum hans.
Guð blessi íslenzkri kristni og þjóð verk hans og
minningu.
Árni Siffurðsson.
Aths. Prentaðra heimilda, sem ég hefi haft not af við samningu
greinar þessarar, hefi ég yfirleitt látið getið strax í texta með ein-
hv'erjum hætti. Auk þess á ég að þakka upplýsingar ýmsu góðu fólki,
einkum þó Dag Brynjólfssyni bónda frá Gaulverjabæ og konu hans,
tru Þórlaugu Bjarnadóttur, Þorsteini Bjarnasyni fræðimanni frá Há-
f'oiti, nú í Reykjavik, og frú Margréti Thorlacius í Reykjavík.
Á. s.