Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 55
53
SÉRA VALDIMAR BRIEM, VÍGSLUBISKUP
Góð sending, — mér
^iggur við að segja, „Guðs
sending“ — Var þessi ungi
andans maður þeim Hreppa
^nnnum. Bjart er og litauð-
um byggðir Hreppa.
“jart var yfir hinum tigin-
mannlega kennimanni, er
‘)ar nam land. Og birta
hlaut brátt við komu hans
andlegu lífi í hópi
kfrkjunnar manna í Árnes-
Þingi. 0g það var heldur
ei§i neinn óræktarakur,
Sem þessi hæfi sáðmaður
Guðs fyrirfann, er hann
&ekk, á vormorgni ævinn-
ar> út til að sá Þarna voru
sterkar og safaríkar grein-
Séra Valdimar Briem
á fimmtugsaldri.
ar bændastofnsins íslenzka, í báðum Hreppu.m. Þar er,
Um og upp úr aldamótunum, að minnast margra göfug-
mannlegra manna, karla og kvenna, er fylltu bekki kirkn-
anna á Stóra-Núpi og Hrepphólum við helgar tíðir. Hvort
Var það ekki innsigli trúarinnar, sem þá blikaði yfir svo
mörgu andliti? Og hvort bar það ekki vott um fyrirmannleik
basndaliðsins í Hreppunum á þeirri tíð, og hæfni til að
mynda fagrar guðsþjónustur, ásamt góða kennimanninum
beii’ra, að vart mátti heyra þar óþjálan eða falskan tón í
safnaðarsöng, þó að tvíraddaður væri jafnan. Fagrar voru
°tt guðsþjónustur í Stóra-Núpskirkju, er hljómfagurt hljóð-
fæi'i var þar komið, og á það var leikið, er ég man fyrst. En
1 ofviðri miklu í des. 1908, er báðar kirkjur séra Validi-
mars fuku og fóru í spón, eyðilagðist og hljómfagra hljóð-
tærið. Þetta féll séra Valdimar mjög þungt, eins og kemur
tram í erfiljóði, er hann orti um þær mundir eftir látna
systur mína, og hefst þannig: