Kirkjuritið - 01.01.1948, Qupperneq 56
54
KIRKJURITIÐ
Hví er meir ei hringt til tíða,
hrunin niður kirkjan fríða
í því voða-veðri stríða,
vora’ er yfir dundi sveit.
Aldrei meir þar orð Guðs hljómar,
aldrei meir þar söngur ómar;
auðn og rústir eftir tómar,
ömurlegt um dapran reit.
Góðir voru söngkraftarnir í Stóra-Núpskirkju, er ég
man fyrst, og góðir voru organistarnir og músíkalskir,
hver fram af öðrum: Árni Eiríksson, frændi minn frá
Fossnesi, Margrét Gísladóttir, síðar kona Gests á Hæli,
og loks síðar hinn góðkunni organisti Suðurlands, Kjartan
Jóhannesson.
Ég get ekki stillt mig um að minnast, hinni frábæru
sönghæfni safnaða séra Valdimars til sönnunar, að á ferm-
ingardegi mínum, fyrir nær 42 árum, þegar ,,kirkjukór“
var ei til í sveitum landsins, voru sungnir í messunni sálm-
arnir: Vér allir trúum á einn Guð og fermingarsálmurinn:
Drottinn, þú, Drottinn að hátign stór, hvort öðru veigameira
og aðgæzluverðara lag, án þess að hik eða misræmi væri
að heyra hjá söngliðinu. Hin glæsilega túlkun söngfólksins
í Stóra-Núpskirkju þá, á þessum þungu lögum, á ógleyman-
lega hátíðlegri stund, hefir oft síðan látið þessi lög hljóma
mér fyrir innri heyrn og stuðlað að því, að halda lifandi
minningunni um daginn þann. Sönglistin varð hér sem
„ljósmóðir“ þeirra andlegu áhrifa — og yfirburða — sem
fermingarfaðirinn miðlaði af, í hinni heilögu athöfn, sem
faðir og vinur í heilögum anda. — Svipaðri samvinnu átti
hinn virðulegi kennimaður að fagna í Hrepphólasókn, og
bar þar jafnan af í söngnum húsfreyjan í Birtingaholti,
frú Móeiður, og síðar börn hennar.
Séra Valdimar Briem hafði því jafnan valið lið til sam-
starfs í guðsþjónustuhaldi sínu, er studdi mjög að því, að
hinir meðfæddu og alhliða prestskaparhæfileikar hans