Kirkjuritið - 01.01.1948, Qupperneq 57
SÉRA VALDIMAR BRIEM, VÍGSLUBISKUP 55
fengju notið sín til fulls. Þá er séra Valdimar gekk skrýddur
til messu, var svipur hans jafnan mikilúðlegur; augun
fest á leiðinni einni, í hljóðum virðuleik. Fyrir altari í full-
um skrúða, gat oft, á hátíðlegum stundum, ljómað næsta
mJög af stórfenglegu yfirbragði hans, eins og væri það
túlkun þeirrar myndar, sem postulinn ræður oss til að ná,
er hann segir: „En allir vér, sem með óhjúpuðu andliti end-
Urspegium dýrð Drottins, ummyndumst til hinnar sönnu
myndar.“
Tónrödd hafði séra Valdimar eigi mjög mikla, en tón-
úlærinn var svo mildur og friðarríkur, sem væri þar við-
lag fyrir englahirð. Enda lýsir val hans á sálmalögum þeim,
Sem hann yrkir sálma sína við, næmum músíksmekk.
Sem prédikari var séra Valdimar eigi beinlínis það, sem
^allað er mælskumaður. Honum hefir, eins og annað í prest-
starfinu, veizt ræðugerð létt, og látið ,,andann“ leiða sig,
an mikilla umþenkinga um rökfræðilegar leiðir að
emni niðurstöðu. Framburðurinn var nokkuð hraður, en
hæsta viðfelldinn (þó ei-litið blestur í máli). Hann hóf
mál sitt ætíð í prédikunarstól með orðunum: „f Jesú nafni.
-ámen.“ Þann bjarta, evangeliska blæ lotningar og til-
beiðslu höfðu prédikanir hans yfirleitt, „um dýrð Guðs
föður, frið á jörð og föðurást á barnahjörð,“ eins og hann
túlkar í hinum undurfagra jólasálmi; „f dag er glatt í döpr-
Um hjörtum.“
^að var aldrei neinn blikubakka að sjá á trúarhimni
sálmaskáldsins á Stóra-Núpi, heldur ekki í prédikun hans.
Það birtist aldrei neinn „Undirheima“-sorti í andlegum boð-
skap þessa látna kirkjuhöfðingja Hreppamanna, jafn lítið
°g í hinni björtu ásýnd hans. Boðskapur hans til sóknar-
barna sinna var ætíð hinn bjarti boðskapur, um dýrð og
gæzku Guðs, er beindi augunum til hæða og friðarboðskap-
Ur um kristilegt bræðralag, — aldrei um ömurlegar og
útreiknaðar refsiaðgerðir til handa villtum og fáfróðum
bræðrum í tilveru mannlegra sálna. Jafnt í flutningi „orðs-