Kirkjuritið - 01.01.1948, Side 59
57
SÉRA VALDIMAR BRIEM, VÍGSLUBISKUP
Nú þung yfir landið sígur sorg, —
já, svona fer lífsins yndi.
En hér er svo margt í moldy lagt,
sem mönnum var gefið fáum;
og það verður ei í sögu sagt,
því slíku vér ekki náum.
En grátstafur okkar heftir hrós,
og hvergi vér gleði sjáum.
Konumissirinn lagðist mjög þungt á séra Valdimar. Að
stulagning hennar gat hann ei komið, en valdi aðeins til
söngs tvö síðustu versin úr vorsálminum: Guðs gæzku
Prísa. Slíkum var til trúandi.
Vinur og embættisbróðir séra Valdimars, séra Jón
Bjarnason í Winnipeg, hefir þá beint uppörvunarorðum
til bróðurins á íslandi, í sorginni, eins og kemur fram í ljóði,
Sem sér Valdimar sendi vini sínum aftur og séra Jón birti
1 »Sameiningunni“ um þær mundir, án leyfis skáldsins að
sögn hans sjálfs:
Við fljótið ég sit hér með söknuð og þrá,
og sorg býr í hjarta,
er minnist ég Zíon þá elskuðu á,
svo indæla og bjarta.
Þú vilt, að ég syngi nú sætt eins og fyr,
um sigur og gleði.
En Zíon er horfin, og sorgin er kyr
og situr í geði.
Þú vilt, að um Zíon nú syngi ég lof,
en sérðu það ekkí:
Sá getur ei sungið, er svíður um of
og sára ber hlekki.
Þú vilt, að ég syngi mín lofgjörðarljóð
álíkt og er vandi.