Kirkjuritið - 01.01.1948, Side 66
64
KIRKJURITIÐ
Valdimar, sem nú var einn fyrir altari í fullum biskups-
skrúða og sneri fram. Birtist hann mér á þessu augnabliki
í enn meiri mikilleik og ljóma en þeim jarðneska, hóf upp
hendurnar og blessaði yfir söfnuðinn, en á sama tíma varð
loft kirkjunnar frá kórgafli og fram úr að glitrandi ljós-
hafi, líkast því, sem norðurljósin birtast fegurst.
Sýn þessi stóð stutt, skýið kom enn fyrir augu mín, en
þegar það fór aftur, sá ég ekkert framar frá hinum æðra
heimi.
Leyfi mitt var útrunnið að þessu sinni.“
Þannig lýkur frásögn konunnar um hina fögru sýn í
Stóra-Núpskirkju.
Jón Thorarensen.
NB. Þess skal getið, að Ólöf Briem, kona séra Valdimars, var systir
séra Steindórs Briem, prests í Hruna, en Katrín, kona séra Ólafs,
var systir þeirra Birtingaholtsbræðra Guðmundar, Magnúsar, Ágústs
og Kjartans,