Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 67
ÓSKASTEINNINN.
Ræða af svölum Alþingishússins 1. des. f. á.
Til eru ýms æfintýr um óskasteininn.
Eitt er á þessa leið:
Maður nokkur leitaði hans lengi og víða og rataði oft í
raunir. Hann fann marga fallega steina og þótti í fyrstu
^kið til sumra þeirra koma. En alla skorti þó eitthvað,
Jos eða liti, og þegar til lengdar lét, sá hann, að þeir voru
annað en fánýtt skraut. Loks fann hann hátt í kletta-
winni fyrir ofan bæinn sinn tæran bergkristall. „Þú ert
e aust eins og hinir,“ hugsaði hann, en tók hann samt og
ar heim í steinasafnið.
En þá varð mikið undur.
Steinarnir umhverfis hann fengu yfir sig nýja fegurð og
3°nia. En bergkristallinn varð þó fegurstur þeirra allra, og
auðugastur að litum og geisladýrð. Og ljómi hans óx meir
°§ nieir.
Maðurinn brá nú kristallinum á loft og lét ljós hans
falla á himininn.
Þá leit hann upp í hæðir, er hann hafði ekki órað fyrir
áður.
°§ hann lét ljóma kristallsins falla á fjöllin.
h*á sá hann strauma af lífi brjótast fram í hömrunum.
°§ hann beindi ljósi kristallsins að duftinu undir fótum
sér.
^á sá hann, að jörðin, sem hann stóð á, var heilög.
Og hann lét ljós kristallsins falla inn í sál sína.
Þá féll hann fram í tilbeiðslu.
Hann hafði fundið óskasteininn.
Þessa ævintýrs er gott að minnast í dag, 1. desember.
sem Islendingar með unga stúdenta í fylkingarbrjósti hafa