Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 71
ÓSKASTEINNINN
69
vert um yður, ungu menn, sem eigið að erfa landið og
m&rka stefnu þjóðarinnar á komandi árum. Að vísu bíða
tau örlög yðar — margra, að þér verðið gamlir og hárir.
En þá verður líka nýr æskulýður kominn að starfi og
Þannig kynslóð af kynslóð. Og er vel, ef aldurhnignir geta
með sanni sagt: Vér vorum eitt sinn vaskir menn, og ungir
strengja af alhug heitið: Vér skulum verða vaskari menn.
Ég sé nú í anda þar sem þér eruð, ungu stúdentar, eilifa
msku Islands sækja fram um aldaraðir með mennta-
mennina í fararbroddi undir fána frelsis og sjálfstæðis.
Ég hræðist sízt, þótt eitthvað syrti að í bili. Það á aðeins
að efla þor og samtakaþrótt — trú á sigurmátt íslenzku
bjóðarinnar, að hún stælist enn sem fyrr við hverja raun.
Ég sé í anda óskasteininn. Hann blikar eins og leiðar-
stjarna í logandi geisladýrð:
Harðfenga þjóð, ef himinn þinn dökknar,
horf þú til ófæddra, skínandi vona
langt inn í vaknandi hugsjónaheim.
Sjá muntu eld, sem aldregi slökknar,
innst í hug þinna drenglyndu sona.
Allt skal lúta eldinum þeim.
Island lengi lifi!
Ásmundur GuÖmundsson.