Kirkjuritið - 01.01.1948, Síða 72
Guðspjallið á Snorrahátíðinni.
(20. júlí 1947).
BÆN:
Gefðu, að móðurmálið mitt,
minn Jesú, þess ég beiði,
frá allri villu klárt og kvitt,
krossins orð þitt útbreiði
um landið hér, til heiðurs þér,
helzt mun það blessun valda,
meðan þín náð lætur vort láð
lýði og byggðum halda.
Mark. 8,1.—9.
Um þessar mundir var enn mikill mannfjöldi saman-
kominn. Höfðu þeir ekkert til matar, og kallaði hann á
lcerisveina sína og segir við þá: Eg kenni í brjósti um
mannfjöldann, því að þeir hafa nú í þrjá daga hjá mér
verið, og hafa ekkert til matar; og ef ég læt þá frá mér
fara fastandi heim til sín, verða þeir magnþrota á leiðinni;
og sumir þeirra eru komnir langt að.“ Og lœrisveinar hans
svöruðu honum: „Hvaðan skyldi maður geta mettað þessa
menn á brauði hér i óbyggð?“ Og hann spurði þá: „Hve
mörg brauð hafið þér?“ En þeir sögðu: „8jö.“ Og hann
býður mannfjöldanum að setjast niður á jörðina, og hann
tók brauðin sjö, gjörði þakkir og braut þau og rétti læri-
sveinum sínum, til þess að þeir bæru þau fram, og þeir
báru þau fram fyrir mannfjöldann. Þeir höfðu og fáeina
smáfiska; og er hann hafði blessað þá, bauð hann að einnig
þá skyldi fram bera; og þeir neyttu og urðu mettir. Og
þeir tóku wpp brauðbrotin, sem afgangs voru, sjö vand-
laupa. En þeir voru hér um bil fjórar þúsundir, og hann
lét þá fara.