Kirkjuritið - 01.01.1948, Side 74
72
KIRKJURITIÐ
heilagur, himneskur boðberi hins æðsta sannleika — al-
gerrar fullkomnunar mannsins í kærleikanum.
Dagurinn í dag gefur oss einnig annað íhugunarefni. I dag
er upp runnin sú stund, er tvær frændþjóðir tengjast sér-
stökum bræðraböndum á stað, þar sem saga beggja land-
anna talar sínu þögla en þó skýra máli. Minning Snorra
Sturlusonar helgar daginn. Um þetta hugsa allir nú af
skiljanlegum ástæðum.
Ennfremur á þessi dagur, 20. júlí, aðra minning úr sögu
Islendinga. Árið 1198 var á þessum degi tekinn úr jörðu
helgur dómur eins af mestu mönnum 12. aldarinnar, Þor-
láks biskups helga.
Þorláksmessa á sumri er í dag, merkisdagur, þótt nútíma-
menn þekki hann ekki eins vel og dánardag hins sæla
biskups, 23. desember.
En höfuðatriðið í dag fyrir öllum þorra manna er Snorri
Sturluson og minning hans. Þess vegna er hér nú mikið
fjölmenni í Reykholti, honum skal þakkað fyrir ómetanleg
bókmennta afrek.
Ég get ekki að þvi gert, að mér þykir mjög miður, að
guðsþjónusta skyldi ekki vera upphafsatriði þessarar miklu
hátíðar, sem hér á fram að fara. Sýnir það all-takmarkaðan
skilning íslenzkra valdsmanna á gildi hinnar íslenzku þjóð-
kirkju fyrr og síðar og hinu mikla menningarstarfi hennar.
Vitað er, að með kirkjunni barst menningin út um alla
Evrópu. Klaustrin voru skólar, bókmenntasetur, sjúkra-
hús, gistihús o. fl. Og kirkjurnar voru griðastaðir — vett-
vangur friðar og mannhelgi — innan um allt öngþveiti
miðaldanna og grimmd. Kirkjan stóð þá vörð um Ijós
menningarinnar auk þess sem hún var boðberi fagnaðar-
erindis Jesú Krists.
Og hér á landi var kirkjan þetta allt í jafnvel enn ríkara
mæli en í öðrum löndum. Ritlistin kom með henni. Ari
fróði, fyrsti rithöfundurinn, var prestur. Kennimenn skráðu
og lásu fyrstir upp lög hér á landi. Sjálfur Snorri fékk