Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1948, Side 76

Kirkjuritið - 01.01.1948, Side 76
74 KIRKJURITIÐ Hér í Reykholti mun í dag Snorra Sturlusyni verða að verðleikum þakkað fyrir frábær afrek á andans sviði. Það er nú haft við orð, að Snorri hafi með ritum sínum bjargað norsku þjóðinni frá glötun sem sjálfstæðri og mikilhæfri menningarþjóð. Islendingar geta verið stoltir í dag. Ég ann sögulegum fræðum engu minna en aðrir menn. Ég dái Snorra Sturluson engu minna en aðrir. Seint mun starf hans of hátt metið. En Guð varðveiti bæði oss Islend- inga og frændur vora Norðmenn, ef þetta eitt á að nægja oss til lífs. Nei, lífið er meira en sagan ein — líf mannsins er ekki líf nema í samfélagi við hinn lifanda Guð, — því að Guð er lífið og lífið er í Guði. Ef Jesús kæmi aftur til að boða oss fagnaðarerindi, hver mundi þá verða þungamiðja boðskapar hans? Mundi það verða sagan og reynsla hennar, mundi það verða hug- vitið, tæknin, þekkingin? Nei, á ekkert af þessu mundi hann leggja höfuðáherzlu. Hann mundi án alls efa leggja áherzlu á hið sama og forðum — á fagnaðarerindið — lifandi kærleikssamfélag vort við algóðan föður vorn á himnum. Sagan er köld og dauð, sé hún ekki lesin og skilin sem barátta mannsins fyrir fegra lífi, fullkomnara og göf- ugra. Og tæknin stefnir nú mannkyninu út í beinan voða, af því að hjartamenning þess er ekki í samræmi við vitið. Því getur svo farið, að hugvitið verði manninum bölvun, snúist gegn honum, líkt og öxin í hendi Grettis forðum. Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis. Já, mundi Jesú Kristur ekki í dag geta sagt um oss með nokkrum rétti: Ég kenni í brjósti um mannfjöldann. Sýnist yður ekki nokkur ástæða til þess, að hann segði það, þegar þér lítið út um löndin og sjáið alla neyðina þar — allt bölið — hungrið og vonleysið? Og er það nú alveg víst, að vér, sem hér höldum hátíð í dag, séum ekki á einhvern hátt brjóstumkennanleg í augum Guðs góða sonar? Jesús kennir enn í dag í brjósti um mannfjöldann.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.