Kirkjuritið - 01.01.1948, Qupperneq 78
76
KIRKJURITIÐ
Afmœlisvísa.
Prófessor Ásmundur Guðmundsson orðaði það við mig
að birta í Kirkjuritinu ræðu þá, er ég hélt í vinahófi nálægt
60. afmælisdegi mínum. Mér þótti hún of persónuleg til
þess. En í lok hennar var dróttkvæð visa, sem ég gerði út
af þessum tímamótum, að vísu nokkru fyrr. Og þar sem
skáldskapur minn fyllir ekki mikið rúm né mun fylla, þá
held ég að bezt sé að láta þessa vísu koma hér, um leið og
ég færi öllum, er mín minntust á þessu afmæli og þetta sjá,
mínar innilegustu kveðjur og þakkir. Vísan er svona:
Sex ’ro tugir, saxast
senn, búnir, lífs á túni,
sól lítk feiknum fölva,
fang mitt, til viðar ganga.
Hverfk til, heldr sorfit
hefr at, kyrrum sefa,
hendi Guðs, heiðrar strandar
handan óss, fulltreystandi.
Magnús Jónsson.
Gamla versið í Hlíð.
í Stóra-Núpssókn, á bænum Hlíð, er enn til gömul, þunn
hella með fornlegu letri. Sagan segir, að í fyrndinni hafi þar
verið hálfkirkja eða bænhús. Á hellunni er vers, sem hljóðar
svo, eftir því, sem bezt verður skilið:
Holdið sáist í helgri von,
heiðri þig sálin, Mannsins son,
skoðanar prýdd himnes.kum hag,
haldandi eilífan páskadag.