Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 80

Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 80
78 KIRKJURITIÐ orðið voldugur félagsskapur úr upphaflega fámennum drengja- hópi. Og hvar sem séra Friðrik er staddur á byggðu bóli fóstur- jarðar sinnar, hittir hann nú fyrir sér fleiri og færri menn, á svo að segja öllum aldri, sem hafa bundizt honum einlægum vináttuböndum, og elska hann og virða sem hjálpara sinn og leiðtoga írá æskuárunum. Ég þekki þess engin dæmi, að nokkur íslendingur núlifandi eigi slíkri hylli að fagna sem hann. En þetta er ekki bundíð og einskorðað við land hans og þjóð. í Danmörku er sama máli að gegna, en þar hefir hann einnig starfað árum saman sem kristilegur æskuleiðtogi, og nýtur þar hinnar mestu hylli og frægðar, og er víðkunnur og góð- kunnur maöur um öll Norðurlönd og víðar um lönd. Þegar vér höfum fyrir augunum afrek og æfistörf afbragðs- manna, verður oss næst að hugleiða, hvað það er í fari þeirra, sem gerði þeim fært að vinna afrekin. Hvað varð þeim heilladrýgst í baráttunni fyrir sigrinum? Vissulega vitum vér, að ljómandi gáfur og lærdómur mikill hafa verið heiðursgesti vorum góð og haldkvæm vopn til að vega með sigurinn í bar- áttunni gegn myrkri og meinsemdum samtíðar hans. Hér við bætist fjölþætt skáldgáfa hans, sem hann hefir ekki haldið á lofti, sem skyldi, að mínu áliti og fleiri manna, er honum hafa kynnzt. En að minni hyggju er það hans frábæri kraftur og einlægni trúarinnar, samfara dæmafáu fjöri og tápi í hinni glæsilegu og elskulegu skapgerð hans, sem mestu hafa áorkað um sigurinn í hans mikla og göfuga æfistarfi. Þaðan er komin birtan, -—- hið milda og glaða Ijós, sem stafar af séra Friðrik Friðrikssyni, alls staðar og við öll tækifæri, — af kennimannim um og vininum, leiðtoganum og félaganum. Til þess eiga hinar dæmafáu vinsældir hans og almenna hylli, er hann nýtur, rót sína að rekja, hjá öllum, sem hafa rækileg kynni af honum, og sjáandi sjá og heyrandi heyra. Þetta, sem ég nú hefi drepið á, í örfáum orðum, vakti fyrir mér og samverkamönnum mínum í sýslunefnd Skagafjarðar- sýslu, þegar nefndin í fyrsta skipti bauð heim hingað í hérað vort gesti í heiðursskyni. Olli hér og nokkru um, að vér Skag- firðingar viljum gjarna eiga mikið í þessum heiðursgesti vor- !,um, — þykjumst eiga mikið í honum, með fullum rétti, því hann er Skagfirðingur í nokkra ættliði, dvaldi hér í Skagafirði um nokkurt skeið æsku sinnar og naut hér fyrstu tilsagnar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.