Kirkjuritið - 01.01.1948, Síða 87
85
AÐALFUNDUR PRESTAFÉLAGS ÍSLANDS
fram upprifjun á meginatriðum bamaskólafræðslunnar í krist-
mdómi. í 2. bekk sé kennd kristileg siðfræði og ágrip af kirkju-
sögu, og sé þá lögð mest stund á að fræða um iíf og starf ágæt-
lsmanna kirkjunnar. í 3. bekk sé kennt ágrip af trúfræði og
yfirlit um trúarbrögð almennt. í 4. bekk sé farið yfir eitt
höfuðrit Biblíunnar með skýringum og þá jafnframt vakin
athygli nemenda á lífsgildi Heilagrar ritningar.
2- Prestafélagsstjórnin beiti sér fyrir því í samráði við
fraeðslumálastjórn, að samdar séu hæfilegar kennslubækur í
þessum námsgreinum. Helzt sé ein bók samin fyrir alla bekk-
ina, og sé sérstökum manni falin ritstjóm hennar, en sérfróð-
um mönnum sé ætlað að semja hvem meginkafla bókarinnar.
f ms fleiri mál komu fram á fundinum. M. a. tók hann undir
samþykkt héraðsfundar Skagafjarðarprófastsdæmis í sumar
Ufn að skora á útvarpið að ætla að vetrinum fáeinar mínútur
að morgni hvers dags til guðsþjónustu.
Eftir nón og allt til kvöldverðar var samsæti, og þar minnzt
stofnunar Prestaskólans og sögu hans. Séra Benjamín Kristjáns-
son rakti vel og skörulega það, er gerðist 2. október 1847, og
séra Einar Thorlacius, prófastur, sagði frá námsámm sínum
1 Prestaskólanum 1887—9. Minntist hann fyrst á stúdenta þá,
er voru honum samtímis, og því næst á stúdentalífið, kennar-
ana, námið og embættisprófið. Lauk hann máli sínu með beztu
°skum til prestastéttarinnar á komandi árum. Var þessi sam-
verustund öllum mjög ánægjuleg.
Um kvöldið flutti séra Björn Magnússon erindi: Er styrjöld
réttmæt? Því var útvarpað.
Á eftir lauk fundinum með sameiginlegri altarisgöngu í
kapellu Háskólans. Séra Þorsteinn Björnsson frá Þingeyri
tók til altaris. Að síðustu tóku allir höndum saman og sungu
versið: Son Guðs ertu með sanni.
Stjórn félagsins skipa:
Ásmundur Guðmundsson, formaður.
Séra Árni Sigurðsson, ritari.
Dr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup.
Séra Guðmundur Einarsson, prófastur.
Séra Sveinbjörn Högnason, prófastur.