Kirkjuritið - 01.01.1948, Blaðsíða 91
PRESTAFÉLAG VESTFJARÐA 89
Nokkur fleiri mál komu fram á fundinum og voru gerðar álykt-
anir í þeim flestum. Má helzt geta eftirfarandi:
nAðalfundur Prestafélags Vestfjarða skorar á Hrafnseyrar-
nefndina, fræðslumálastjómina og kirkjustjórnina að hefjast
sem fyrst handa um endurreisn Hrafnseyrarstaðar.“
..Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir tillögum séra Sigurbjörns
Einarssonar, dósents, varðandi Skálholtsstað og ákveðnum stuðn-
ingi sínum við endurreisn staðarins. Beinir hann þeim tilmælum
«1 kirkjustjórnarinnar, að hún taki þær til athugunar hið
fyrsta.“
..Fundurinn hvetur presta landsins til þess að styðja með
fjárframlögum hugmyndina um kirkjuhús í Reykjavík.
..Fundurinn telur frumvarp þeirra alþm. Sigurðar Bjarna-
sonar og Gylfa Þ. Gíslasonar frá síðasta þingi, um veitingu
Prestakalla, hið athyglisverðasta og skorar á kirkjustjómina
að taka mál þetta til rækilegrar athugunar og ákveðinna að-
gerða hið allra fyrsta."
..Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir einingaranda þeim og
samvinnu hug, er fram kom á síðustu synodus og treystir for-
ustumönnum kirkjunnar til þess að fylgja þeirri stefnu fram til
sigurs.“
Fundinum bárust skeyti frá biskupi íslands og form. Presta-
félags íslands, próf. Ásmundi Guðmundssyni.
í sambandi við fundinn flutti séra Jónmundur Halldórsson
frá Stað í Grunnavík erindi fyrir almenning í kirkjunni á ísa-
firði um „gullvægu lífsregluna.“
Stjórn félagsins var endurkosin, en hana skipa:
Formaður séra Eiríkur J. Eiríksson, Núpi.
Gjaldkeri séra Einar Sturlaugsson, Patreksfirði.
Ritari séra Jón Kr. ísfeld, Bíldudal.
Sunnudaginn 7. september messuðu fundarmenn á þessum
stöðum: ísafirði, Suðureyri í Súgandafirði, Flateyri og Hnífsdal.
Bíldudal, 15. sept. 1947.
F. h. stjórnar Prestafélags Vestfjarða.
Jón Kr. lsfeld.