Kirkjuritið - 01.01.1948, Side 92
90
KIRKJURITIÐ
Hinn almenni kirkjuíundur.
Almennur kirkjufundur, hinn 7. í röðinn, var haldinn í Reykjá-
vík 2.—4. nóv. f. á.
Hann hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 10. f. h.
Séra Helgi Konráðsson prédikaði, en séra Friðrik A. Friðriksson,
dr. Friðrik Friðriksson og séra Árelíus Níelsson þjónuðu fyrir
altari og tóku fundarmenn til altaris.
Kl. 1,30 e. h. setti Ásmundur Guðmundsson fundinn í stað
formanns undirbúníngsnefndar, Gísla Sveinssónar sendiherra
í Osló, og flutti ávarp til fundarmanná. Hann minntist sérstak-
lega starfs Gísla Sveinssonar fyrir. kirkjufundina, og sendi fund-
urinn honum kveðju og þakkarskeyti.
Þá hófst framsöguerindi um aðalmál fundarins, leikmanna-
starf og sunnudagaskóla, og fluttu þau séra Sigurbjörn Á.
Gíslason og Þórður Kristjánsson kennari á Sandi.
Kl. 5 prédikuðu aðkomuprestar og 1 guðfræðinemi í öllum
söfnuðum Reykjavíkurprófastsdæmis, en heimaprestar önn-
uðust altarisþjónustu.
Um kvöldið flutti séra Valdimar J. Eylands erindi í Dóm-
kirkjunni um leikmannastarf með Vestur-íslendingum.
Næsta dag hófust fundarstörf með morgunbænum í húsí
K_ F. U. M. Hafði Brynleifur Tobíasson yfirkennari verið beðinn
að tala, en hann gat ekki komið. í stað þess sendi hann hugvekju,
er var lesin. Þá tóku við umræður, er áttu að snúast um aðal-
málið, en ýmsum gekk erfiðlega að halda sér við það og forð-
ast persónulega áreitni við einstaka menn. Þó tókst að afgreiða
málið, og voru þessar tillögur samþykktar:
1. Hinn almenni kirkjufundur lítur svo á, að mikilvægt sé,
að samstarf eflist í öllum sóknum landsins milli leikmanna og
presta um kristilegt uppeldi bama og unglinga.
Telur fundurinn, að bezta leiðin til þessa sé sunnudagaskóla-
hald, þar sem því verður við komið, og barnaguðsþjónustur,
ennfremur að sá siður verði tekinn upp á heimilunum og í skól-
unum, að hafa þar guðræknisstundir með börnunum, þegar
þess er kostur.
Fundurinn leyfir sér að beina þeim eindregnu tilmælum til