Kirkjuritið - 01.01.1948, Blaðsíða 93
HINN ALMENNI KIRKJUFUNDUR
91
Kirkjuráðs, að það fái hæfan mann til þess að ferðast um land-
ið og leiðbeina prestum og leikmönnum í sunnudagaskólastarf-
inu og um að koma upp kristilegum æskulýðsfélögum á sem
flestum stöðum. Skorar fundurinn á Alþingi að veita fé til
þess að greiða slíkum manni laun og ferðakostnað, þar sem
sunnudagaskólar eru stórmikilvægur þáttur í kristilegu upp-
eldi æskulýðs hverrar þjóðar.
Fundurinn telur eðlilegast, að prestarnir hafi, hver á sínum
stað, forgöngu og forystu í þessu starfi og vinni að því að fá
úhugsamt fólk í sóknum sínum til starfsins.
2. Fundurinn þakkar þeim mönnum og félögum, sem hingað
til hafa unnið að sunnudagaskólastarfinu og væntir sam-
starfs við þá á komandi tímum.
Um kvöldið flutti Snorri Sigfússon námsstjóri erindi í Dóm-
kirkjunni um „hinn vígða þátt,“ þ. e. kristindómsfræðsluna í
skólunum og á heimilunum.
Síðasta fundardaginn talaði Þorvarður J. Júlíusson, hagfræð-
ingur, við morgunbænir. Voru þá tekin fyrir nokkur mál og
þessar tillögur afgreiddar:
Þjóðkirkjuhúsið.
Hinn almenni kirkjufundur vill hvetja alla presta og söfnuði
landsins til þess að sameina krafta sína um Þjóðkirkjuhúss-
bygginguna og stuðla að því, að húsið komist sem fyrst upp, og
þá fyrst og fremst með því að safna fé í þessu skyni_
Kirkjuleg mál á Alþingi.
1. Hinn almenni kirkjufundur skorar á Alþingi, að sam-
þykkja frumvarp það um sóknargjöíd, sem lagt verður fyrir
þingið að tilhlutan kirkjumálaráðherra og biskups, þar sem
sóknargjöld í landinu eru samræmd og sem jafnframt felur í sér
ákvæði um sérstakt gjald til sameiginlegra þarfa þjóðkirkj-
unnar.
2. Hinn almenni kirkjufundur beinir þeirri áskorun til rík-
isstjómarinnar, að hún samkvæmt þingsályktun frá síðasta
alþingi leggi fyrir þetta þing frumvarp til laga um kirkjubygg-
ingar, þar sem ákveðinn sé ríflegur styrkur úr ríkissjóði til
kirkjubygginga í landinu, og beiti sér fyrir framgangi málsins.