Kirkjuritið - 01.01.1948, Side 94
92
KIRKJURITIÐ
Flutningur Passíusálmanna í útvarpinu.
Hinn almenni kirkjufundur 1947 lætur í ljós ánægju sína yfir
því, að Passíusálmarnir skuli lesnir í útvarp á föstunni, en ósk-
ar þess, að eftir lestur þeirra verði jafnan stutt þögn í útvarpinu.
Áfengismál.
Hinn almenni kirkjufundur telur, að siðgæði og heilbrigði
þjóðarinnar stafi alvarleg hætta af hinni vaxandi áfengisnautn,
og skorar á Alþingi að gera nú þegar ráðstafanir til þess að
draga úr áfengisneyzlu þjóðarinnar að verulegu leyti.
Hvíldardagur sjómanna.
Með því að hinn almenni kirkjufundur haldinn í Reykjavík 2.
—4. nóv. 1947 lítur svo á, að sjómannastéttin eigi fullan rétt
á sunnudeginum sem hvíldardegi, eins og aðrar vinnandi stéttir
þessa lands, óskar fundurinn þess eindregið, að skipstjórar og
formenn í verstöðvum landsins, þar sem dagróðrar eru stund-
aðir, rói ekki til fiskjar að jafnaði á helgidögum þjóðkirkjunnar.
Söngskóli Þjóðkirkjunnar.
Hinn almenni kirkjufundur, haldinn 2.—4. nóv. 1947, skorar
á Alþingi að samþykkja frumvarp það um söngskóla Þjóð-
kirkjunnar, sem lagt var fyrir síðasta Alþingi, nú þegar á yfir-
standandi þingi.
Jón Arason flutti á fundinum erindi, er nefndist Kirkja og
kristindómur, og danskur maður, Bykær Jörgensen að nafni,
talaði um djáknaskólann í Árósum og lýsti því, hvernig hann
starfar. Ennfremur ávarpaði fundinn Jón Pálmason, forseti
Alþingis. Biskupinn flutti ávarpsræðu til flundarins skömmu
áður en honum lauk. Kvaðst hann harma það, að sér virtist
hvíla yfir þessum fundi nokkuð annar blær en einkennt hefði
hina almennu kirkjufundi til þessa. Hann kvaðst líta svo á,
að verkefni kirkjufundanna væri ekki að deila, heldur að starfa,
starfa í anda Jesú Krists að eflingu samvinnu, friðar og bróður-
kærleika meðal mannanna, og að hinni íslenzku kirkju og ís-
lenzku þjóð væri nú um fram allt þörf á slíku samstarfi bæði
lærðra og leikra. Hann lauk ávarpi sínu með hjartnæmri bæn.
Þegar líða tók undir fundarlok, kom fram tillaga varðandi