Kirkjuritið - 01.01.1948, Síða 95
HINN ALMENNI KIRKJUFUNDUR
93
afstöðu til játningarrita lútersku kirkjunnar, m. a. Ágsborgar-
Jatningar. Þótti hvorki allsherjarnefnd né fundarstj. tími vera
til að ræða hana að sinni, en ekki rétt að ganga til atkvæða án
Þess, þar eð Ágsborgarjátningin væri ókunn öllum þorra fundar-
manna. Síðar mætti að sjálfsögðu taka þetta mál upp sem aðal-
mál.
Að lokum fór fram kosning undirbúningsnefndar kirkjufunda.
Kom nefndin sjálf fram með tillögu um nefndarmenn, svo sem
Jafnan hefir verið undanfarið, og tilnefndi eins og áður bæði í-
haldssama og frjálslynda, og þá fyrst og fremst biskup landsins,
er hafði verið í nefndinni frá upphafi, 1—2 áratugi. En nú
komu í Ijós samtök um það að bola biskupi úr stjórn almennra
kirkjufunda og öllum hinum frjálslyndari mönnum. Tókst það,
°g voru þessir kosnir í nefndina: Frímann Ólafsson, Jóhannes
Sigurðsson, Ólafur Ólafsson, séra Sigurbjöm Á Gíslason, séra
Sigurjón Guðjónsson, Steingrímur Benediktsson og séra Þor-
grímur Sigurðsson.
Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins og stjóm Elliheimilisins
órundar veitti fundarmönnum miðdegiskaffi af rausn og prýði
Síðasta kvöldið var skilnaðarsamsæti.
Fundurinn tókst lakar en hinir fyrri kirkjufundir, og fundu
margir aðkomumenn einkum til þess. Töldu sig hafa fengið
>,steina fyrir brauð."
Vonandi tekst nýju stjórnarnefndinni að gera betur.
ÚR BRÉFI FRÁ SVEITAPRESTI.
Það er annars alvöruefni, ef hinn mildi blær bjartsýnnar trúar
fær ekki framvegis að fara um borg og byggð á þessu landi
°g hressa sálimar með sínum heilnæma anda, en við tekur
andköld afturhaldsstefna.
LEIÐRÉTTINGAR.
í síðasta hefti Kirkjuritsins, bls. 301, 5. 1. a. o., hefir mis-
Prentazt: Samanlagðir. Á að vera sannarlega.
Á bls. 380, 5. 1. a. o., hefir orðinu „ekki“ verið bætt inn í á
undan „týnzt“ og snýr það við réttri merkingu.