Kirkjuritið - 01.01.1948, Side 97
BÆKUR — FRÉTTIR
95
Magnúsar, að myndin af Hallgrími Péturssyni, sem fylgir I.
bindi, skuli ekki vera einhver fögur ög stílhrein nútímamynd,
heldur sú, sem teljá megi svo til rétta? Taktu eftir, lesari góður,
taktu eftir augnasvipnum á myndinni. Hann er. lifandi, mildur
°g raunverulegur. Þessi sami svipur, þessi sami blær, hvílir
yfir allri bókinni.
Frágangur bókarinnar er hinn bezti. ¥■ M- L-
Bókagerðin Lilja hefir sent Kirkjuritinu þessar bækur, er
hún hefir gefið út:
Guð og menn, eftir G. S. Lewis, í þýðingu Andrésar Björns-
sonar.
Hetjur á dauðastund, eftir Dagfinn Hauge. Ástráður Sigur-
steindórsson, cand theol, þýddi.
Frá Tokyó til Moskvu, eftir Ólaf Ólafsson, krístniboða.
Fleming og Kvik (drengjasaga), eftir Gunnar Jörgensen.
Hanna og Lindarhöll, eftir Troll Neutzky Wulf. Gunnar
Sigurjónsson, cand theol., þýddi. , .
Litli sægarpurinn, eftir Einar Schroll. Sami þýðandi.
Passíusálmarnir í vasaútgáfu.
Allt eru þetta góðar bækur, og útgáfan smekkleg og vönduð,
Sjálfsævisögu séra Þorsteins Péturssonar á Staðarbakka,
rnikils rits og vandaðs, er Hlaðbúð gefur út, mun getið nánar í
hæsta hefti,
Fréttir.
Séra Guðmundur Einarsson, prófastur,
andaðist að heimili sínu- 8. febr. Hann var í stjórn Eresta-
félags íslands mörg síðustu árin.
Heiðurssamsæti
var haldið dr. Magnúsi Jónssyni 13. des. s. 1. í tilefni af sextugs-
afmæli hans, 26. nóv. Háskólinn gekkst fyrir samsætinu.
Staður í Grindavík
hefir verið veittur séra Jóni Árna Sigurðssyni að kosningu
afstaðinni. , ' - , -.-v .. ..